Martraðatímbil Eiðs Smára Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2011 08:30 Eiður Smári Guðjohsen. Nordic Photos / Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen sat enn á ný á varamannabekknum er lið hans, Fulham, vann 3-0 sannfærandi sigur á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bekkjarseta Eiðs Smára sætir varla tíðindum lengur sem eitt og sér hljóta að teljast skelfileg tíðindi fyrir íslenska knattspyrnu. Eiður Smári er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og hefur náð ótrúlegum árangri á sínum ferli. Tveir Englandsmeistaratitlar, Spánarmeistaratitill, spænskur bikarmeistari og Evrópumeistaratitill eftir sigur með Barcelona í Meistaradeild Evrópu svo það helsta sé upptalið. Árangurinn talar sínu máli. En síðustu tvö ár hafa verið Eiði Smára mjög erfið – frá því að hann var seldur frá Barcelona til AS Monaco í Frakklandi haustið 2009. Síðan þá hefur hann komið við sögu í 39 leikjum með fjórum félagsliðum auk íslenska landsliðsins. Eftir erfiða tíð í franska boltanum var hann lánaður til Tottenham þar sem hann átti ágætu gengi að fagna. Hann fékk þónokkuð að spila, skoraði tvö mörk og Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeildinni. Eftir langt sumar varð þó ekkert af því að hann gengi í raðir Tottenham. Hann fór til Stoke, þar sem hann fékk aldrei tækifæri í byrjunarliðinu, og fór þaðan til Fulham í janúar síðastliðnum. Þar hefur lítið betra tekið við og hingað til hefur Mark Hughes, stjóri liðsins, notað hann minna en Tony Pulis gerði hjá Stoke. Til að bæta gráu á svart er hann líka dottinn úr íslenska landsliðinu. Hann var ekki valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur í síðasta mánuði. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði þá að hann hefði ekki rætt sérstaklega við Eið Smára um þá ákvörðun. „Staða hans í Englandi hjá þessum tveimur liðum hefur ekki verið eins og við höfum viljað. Hann er ekki að spila og ég sá ekki ástæðu til þess að velja hann," sagði Ólafur við það tilefni. Svo virðist sem Eiður Smári sé ekki í myndinni hjá sínum þjálfurum, hvort sem er hjá hans félagsliði eða landsliði. Samanlagður leiktími hans á þessu tímabili nær ekki fjórum heilum knattspyrnuleikjum. Samningur hans við Fulham rennur út í lok leiktíðarinnar en þrátt fyrir allt þykir ekki útilokað að hann fái aftur samning hjá félaginu í sumar, miðað við fregnir frá Englandi. Fulham hefur vegnað vel síðustu vikurnar og er Eiður sjálfsagt fórnarlamb þeirrar velgengni. Hans kappsmál hlýtur að vera að fá að spila aftur reglulega og er því von á því að hann skoði sín mál rækilega í sumar. Síðustu tvö tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen2009 - 2010AS Monaco (ágúst - janúar) 11 leikir (8 í byrjunarliði) - 599 mín/0 mörkTottenham (janúar - maí) 14 leikir (4) - 546 mín/2 mörkÍslenska landsliðið 3 leikir (3) - 256 mín/1 markSamtals 28 leikir (15) - 1401 mín/3 mörk2010 - 2011Stoke (ágúst - janúar) 5 leikir (0 í byrjunarliði) - 128 mín/0 mörkFulham (janúar -) 4 leikir (0) - 24 mín/0 mörkÍslenska landsliðið 2 leikir (2) - 155 mín/0 mörkSamtals 11 leikir (2) - 307 mínútur/0 mörk Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Fleiri fréttir Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sat enn á ný á varamannabekknum er lið hans, Fulham, vann 3-0 sannfærandi sigur á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bekkjarseta Eiðs Smára sætir varla tíðindum lengur sem eitt og sér hljóta að teljast skelfileg tíðindi fyrir íslenska knattspyrnu. Eiður Smári er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og hefur náð ótrúlegum árangri á sínum ferli. Tveir Englandsmeistaratitlar, Spánarmeistaratitill, spænskur bikarmeistari og Evrópumeistaratitill eftir sigur með Barcelona í Meistaradeild Evrópu svo það helsta sé upptalið. Árangurinn talar sínu máli. En síðustu tvö ár hafa verið Eiði Smára mjög erfið – frá því að hann var seldur frá Barcelona til AS Monaco í Frakklandi haustið 2009. Síðan þá hefur hann komið við sögu í 39 leikjum með fjórum félagsliðum auk íslenska landsliðsins. Eftir erfiða tíð í franska boltanum var hann lánaður til Tottenham þar sem hann átti ágætu gengi að fagna. Hann fékk þónokkuð að spila, skoraði tvö mörk og Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeildinni. Eftir langt sumar varð þó ekkert af því að hann gengi í raðir Tottenham. Hann fór til Stoke, þar sem hann fékk aldrei tækifæri í byrjunarliðinu, og fór þaðan til Fulham í janúar síðastliðnum. Þar hefur lítið betra tekið við og hingað til hefur Mark Hughes, stjóri liðsins, notað hann minna en Tony Pulis gerði hjá Stoke. Til að bæta gráu á svart er hann líka dottinn úr íslenska landsliðinu. Hann var ekki valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur í síðasta mánuði. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði þá að hann hefði ekki rætt sérstaklega við Eið Smára um þá ákvörðun. „Staða hans í Englandi hjá þessum tveimur liðum hefur ekki verið eins og við höfum viljað. Hann er ekki að spila og ég sá ekki ástæðu til þess að velja hann," sagði Ólafur við það tilefni. Svo virðist sem Eiður Smári sé ekki í myndinni hjá sínum þjálfurum, hvort sem er hjá hans félagsliði eða landsliði. Samanlagður leiktími hans á þessu tímabili nær ekki fjórum heilum knattspyrnuleikjum. Samningur hans við Fulham rennur út í lok leiktíðarinnar en þrátt fyrir allt þykir ekki útilokað að hann fái aftur samning hjá félaginu í sumar, miðað við fregnir frá Englandi. Fulham hefur vegnað vel síðustu vikurnar og er Eiður sjálfsagt fórnarlamb þeirrar velgengni. Hans kappsmál hlýtur að vera að fá að spila aftur reglulega og er því von á því að hann skoði sín mál rækilega í sumar. Síðustu tvö tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen2009 - 2010AS Monaco (ágúst - janúar) 11 leikir (8 í byrjunarliði) - 599 mín/0 mörkTottenham (janúar - maí) 14 leikir (4) - 546 mín/2 mörkÍslenska landsliðið 3 leikir (3) - 256 mín/1 markSamtals 28 leikir (15) - 1401 mín/3 mörk2010 - 2011Stoke (ágúst - janúar) 5 leikir (0 í byrjunarliði) - 128 mín/0 mörkFulham (janúar -) 4 leikir (0) - 24 mín/0 mörkÍslenska landsliðið 2 leikir (2) - 155 mín/0 mörkSamtals 11 leikir (2) - 307 mínútur/0 mörk
Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Fleiri fréttir Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Sjá meira