Enski boltinn

Mancini stefnir á annað sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að sitt lið hafi alla burði til þess að ná öðru sætinu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

City er komið í þriðja sætið eftir sigur um helgina og er þrem stigum á eftir Arsenal en hefur leikið einum leik meira.

"Við getum náð öðru sæti. Af hverju ekki?" sagði Mancini.

"Ég er mjög ánægður með liðið þessa dagana. Þessi helgi var mjög mikilvæg fyrir okkur. Ég var hissa á því að við skildum vinna með fimm mörkum og get ekki kvartað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×