Enski boltinn

Fabregas slapp ómeiddur úr bílslysi í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, eftir Blackburn-leikinn.
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, eftir Blackburn-leikinn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, lenti í bílslysi á leiðinni á æfingu í dag en slapp ómeiddur alveg eins og ökumaður hinnar bifreiðarinnar. Fabregas lét þetta bílslys ekki mikið á sig fá og mætti strax á eftir  á æfingu hjá Arsenal.

Samkvæmt upplýsingum frá Arsenal þá var Fabregas með á allri æfingunni og hann sýndi þar enginn merki þess að hafa meiðst eitthvað í árekstrinum. Áreksturinn var á A41 götunni í Norður-London og var slysstaðurinn nálægt æfingasvæði Arsenal. Það var því ekki mikið mál fyrir Fabregas að komast á æfinguna.

Cesc Fabregas er að koma til baka eftir meiðsli aftan í læri en hann kom inn á sem varaamaður í markalausu jafntefli á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni um helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×