Innlent

Banaslys á Fagradal

Banaslys varð á níunda tímanum í morgun á Fagradal skammt ofan við Grænafell þegar vörubifreið og fólksbifreið, sem voru að koma úr gagnstæðum áttum skullu saman.

Ökumaður fólksbifreiðarinnar, stúlka á átjánda ári lést. Að sögn lögreglu slasaðist farþegi fólksbifreiðarinnar, sem einnig er stúlka á átjánda ári. Hún var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur á heilsugæslu á Egilsstöðum minna slasaður.

Að svo stöddu er ekki hægt að upplýsa um nafn hinnar látnu.

Að sögn lögreglu er mikil hálka á á vettvangi. Lögreglan hefur nú að mestu lokið við vettvangsvinnu en enn eru tafir á umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×