Erlent

Neituðu eiginmönnum um kynlíf vegna lélegra samgangna

Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett.
Kólumbískar konur í bænum Barbacoas hafa aflýst nokkurskonar kynlífsverkfalli sem þær beittu menn sína eftir að verkfræðingar hersins hófu vinnu við að malbika tæplega 60 kílómetra vegspotta.

Samkvæmt fréttavef AP kröfðust konurnar þess að vegur á milli Barbacoas, sem er í suðvestur Kólumbíu, og bæjarins Pasto, þar sem 35 þúsund manns búa, yrði malbikaður. Talið er að malbikun vegarins muni stytta ferðatímann um sex klukkustundir.

Konurnar fóru í verkfall 22. júní síðastliðinn og meðal kvenna var eiginkona bæjarstjórans.

Bæjarstjórinn sagði í viðtali við fréttastofu AP að eiginkona hans hefði sofið í öðru herbergi yfir sumarið og þar á bæ hefði verkfallið verið í heiðri haft. Ekki er ljóst hversu víðtækt verkfallið var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×