Umfjöllun: Jóhann Helgi tryggði Þór sigur á Keflavík í blálokin Jón Stefán Jónsson á Þórsvelli skrifar 18. júlí 2011 18:15 Mynd/Anton Þórsarar unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Keflavík í 11. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en það var Jóhann Helgi Hannesson sem tryggði Þór öll stigin með því að skora sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Hilmar Geir Eiðsson kom Keflavík í 1-0 strax á tólftu mínútu leiksins en Ármann Pétur Ævarsson jafnaði metin fjórtán mínútum síðar. Jóhann Helgi skoraði síðan sigurmarkið á 87. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Atla Sigurjónssyni. Keflavíkurliðið var búið að vinna tvo leiki í röð og virtist vera að losa sig frá fallbaráttunni en Þórsarar eru nú aðeins þremur stigum á eftir Keflavík í kjölfarið á sigri sínum í kvöld. Sannarlega var hart barist um stigin þrjú sem í boði voru á Þórsvellinum í kvöld í leik Þórs og Keflvíkur í Pepsí-deild karla. Fyrri hálfleikur var vel spilaður af hálfu beggja liða og nóg af færum en sá seinni einkenndist af gríðarlegri baráttu en því miður ekki sérstökum fótbolta. Það voru Keflvíkingar sem voru fyrri til að skora í leiknum og var þar að verki Hilmar Geir Eiðsson á 12. mínútu. Boltinn féll fyrir Hilmar í vítateig Þórsara eftir að vörn heimamanna hafði gengið illa að eiga við langa sendingu inn á teiginn. Hilmar þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í netið. Um miðjan fyrri hálfleikinn tókst heimamönnum að jafna. Ármann Pétursson skoraði þá glæsilegt mark með flugskalla eftir fyrirgjöf Gunnars Más Guðmundssonar. Bæði lið og þá sér í lagi heimamenn fengu ágætis færi til að bæta við mörkum í fyrri hálfleiknum en án árangurs og var staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur einkenndist af öllu öðru en góðum fótbolta. Mikil harka hljóp í leikinn og hreinlega flugu tæklingarnar hjá báðum liðum enda voru hvorki fleiri né færri en þrír leikmenn bornir meiddir af velli vegna meiðsla í seinni hálfleiknum. Keflvíkingar voru töluvert sterkari aðilinn síðari hluta seinni hálfleiks og sköpuðu sér meðal annars tvö dauðafæri og skoruðu auk þess mark sem var dæmt var af vegna brots á varnarmanni Þórs. Það var því töluvert gegn gangi leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson skoraði sigurmark leiksins þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma er hann lagði boltann í netið eftir stórkostlega fyrirgjöf Atla Sigurjónssonar úr aukaspyrnu. Heilum sjö mínútum var bætt við leikinn vegna allra þeirra meiðsla sem áttu sér stað og sóttu Keflvíkingar linnulaust allan viðbótartímann og sköpuðu sér nokkur hálffæri sem ekki nýttust. Ragnar Haukur Hauksson skoraði mark fyrir Þór á 95. mínútu sem dæmt var af vegna rangstöðu en það kom ekki að sök fyrir heimamenn sem lönduðu virkilega mikilvægum sigri á Þórsvellinum í kvöld.Þór Akureyri-Keflavík 2-1 0-1 Hilmar Geir Eiðsson (12.) 1-1 Ármann Pétur Ævarsson (26.) 2-1 Jóhann Helgi Hannesson (87.)Dómari: Örvar Sær Gíslason (6)Áhorfendur: 875Tölfræðin Skot (á mark): 12-12 (7-5) Varin skot: Björn 4 – Ómar 5 Horn: 2-4 Aukaspyrnur fengnar: 15-22 Rangstöður: 3-4Þór Akureyri (4-3-3) Björn Hákon Sveinsson 6 Gísli Páll Helgason 7 Þorsteinn Ingason 7 Janez Vrenko 6 Ingi Freyr Hilmarsson 6 (63., Ragnar Hauksson 5) Aleksandar Linta 7 Gunnar Már Guðmundsson 6 (67., Sigurður Marinó Kristjánsson 4)Atli Sigurjónsson 8 - Maður leiksins - Sveinn Elías Jónsson 6 (78. Kristján Páll Hannesson -) Jóhann Helgi Hannesson 7 Ármann Pétur Ævarsson 6Keflavík (4-3-3) Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 6 Viktor Smári Hafsteinsson 7 (74., Magnús Þór Magnússon -) Andri Steinn Birgisson 7 Einar Orri Einarsson 6 Magnús Þórir Matthíasson 5 Bojan Stefán Ljubicic 4 (65. Magnús Sverrir Þorsteinsson 5) Guðmundur Steinarsson 7 Hilmar Geir Eiðsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Þórsarar unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Keflavík í 11. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en það var Jóhann Helgi Hannesson sem tryggði Þór öll stigin með því að skora sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Hilmar Geir Eiðsson kom Keflavík í 1-0 strax á tólftu mínútu leiksins en Ármann Pétur Ævarsson jafnaði metin fjórtán mínútum síðar. Jóhann Helgi skoraði síðan sigurmarkið á 87. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Atla Sigurjónssyni. Keflavíkurliðið var búið að vinna tvo leiki í röð og virtist vera að losa sig frá fallbaráttunni en Þórsarar eru nú aðeins þremur stigum á eftir Keflavík í kjölfarið á sigri sínum í kvöld. Sannarlega var hart barist um stigin þrjú sem í boði voru á Þórsvellinum í kvöld í leik Þórs og Keflvíkur í Pepsí-deild karla. Fyrri hálfleikur var vel spilaður af hálfu beggja liða og nóg af færum en sá seinni einkenndist af gríðarlegri baráttu en því miður ekki sérstökum fótbolta. Það voru Keflvíkingar sem voru fyrri til að skora í leiknum og var þar að verki Hilmar Geir Eiðsson á 12. mínútu. Boltinn féll fyrir Hilmar í vítateig Þórsara eftir að vörn heimamanna hafði gengið illa að eiga við langa sendingu inn á teiginn. Hilmar þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í netið. Um miðjan fyrri hálfleikinn tókst heimamönnum að jafna. Ármann Pétursson skoraði þá glæsilegt mark með flugskalla eftir fyrirgjöf Gunnars Más Guðmundssonar. Bæði lið og þá sér í lagi heimamenn fengu ágætis færi til að bæta við mörkum í fyrri hálfleiknum en án árangurs og var staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur einkenndist af öllu öðru en góðum fótbolta. Mikil harka hljóp í leikinn og hreinlega flugu tæklingarnar hjá báðum liðum enda voru hvorki fleiri né færri en þrír leikmenn bornir meiddir af velli vegna meiðsla í seinni hálfleiknum. Keflvíkingar voru töluvert sterkari aðilinn síðari hluta seinni hálfleiks og sköpuðu sér meðal annars tvö dauðafæri og skoruðu auk þess mark sem var dæmt var af vegna brots á varnarmanni Þórs. Það var því töluvert gegn gangi leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson skoraði sigurmark leiksins þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma er hann lagði boltann í netið eftir stórkostlega fyrirgjöf Atla Sigurjónssonar úr aukaspyrnu. Heilum sjö mínútum var bætt við leikinn vegna allra þeirra meiðsla sem áttu sér stað og sóttu Keflvíkingar linnulaust allan viðbótartímann og sköpuðu sér nokkur hálffæri sem ekki nýttust. Ragnar Haukur Hauksson skoraði mark fyrir Þór á 95. mínútu sem dæmt var af vegna rangstöðu en það kom ekki að sök fyrir heimamenn sem lönduðu virkilega mikilvægum sigri á Þórsvellinum í kvöld.Þór Akureyri-Keflavík 2-1 0-1 Hilmar Geir Eiðsson (12.) 1-1 Ármann Pétur Ævarsson (26.) 2-1 Jóhann Helgi Hannesson (87.)Dómari: Örvar Sær Gíslason (6)Áhorfendur: 875Tölfræðin Skot (á mark): 12-12 (7-5) Varin skot: Björn 4 – Ómar 5 Horn: 2-4 Aukaspyrnur fengnar: 15-22 Rangstöður: 3-4Þór Akureyri (4-3-3) Björn Hákon Sveinsson 6 Gísli Páll Helgason 7 Þorsteinn Ingason 7 Janez Vrenko 6 Ingi Freyr Hilmarsson 6 (63., Ragnar Hauksson 5) Aleksandar Linta 7 Gunnar Már Guðmundsson 6 (67., Sigurður Marinó Kristjánsson 4)Atli Sigurjónsson 8 - Maður leiksins - Sveinn Elías Jónsson 6 (78. Kristján Páll Hannesson -) Jóhann Helgi Hannesson 7 Ármann Pétur Ævarsson 6Keflavík (4-3-3) Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 6 Viktor Smári Hafsteinsson 7 (74., Magnús Þór Magnússon -) Andri Steinn Birgisson 7 Einar Orri Einarsson 6 Magnús Þórir Matthíasson 5 Bojan Stefán Ljubicic 4 (65. Magnús Sverrir Þorsteinsson 5) Guðmundur Steinarsson 7 Hilmar Geir Eiðsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira