Innlent

Fjalladrottning Björns Bjarnasonar skotin á færi

Þekkt ær í eigu Björns Bjarnasonar fyrrum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins var skotin á færi af leitarmönnum fyrir tæpum þremur vikum síðan.

Ærin sem hét Fjalladrottningin hefur áður komist í sviðsljós fjölmiðla. Björn segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að leitarmennirnir hafi skotið Fjalladrottninguna á vitneskju sinnar og hann hafi ekki frétt af verknaðinum fyrr en nokkru síðar.

Þá hafi hann ekki fengið neinar skýringar á því af hverju ærin var skotin. Tvö lömb hennar fengu að lifa. Fjalladrottningin var skotin eftir að hún hljóp undan leitarmönnunum og leitaði skjóls á bergsyllu.

Björn segir að ærin hafi greinilega verið forystuær. Hún lét aldrei ná sér þegar smalað var en skilaði sér til byggða ef harðnaði á dalnum uppi á hálendinu að vetrarlagi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×