Innlent

Pólskir flugdólgar gistu fangageymslur í Keflavík

Farþegaþota frá pólska félaginu LOT Polish Airlines neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli í fyrradag þar sem drukknir farþegar voru til mikilla vandræða. Annar þeirra sló meðal annars flugfreyju í andlitið og þurfti áhöfnin að yfirbuga manninn með aðstoð farþega.

Vélin var á leið frá Chicago til Varsjár þegar upp kom rifrildi á milli tveggja farþega. Brugðu flugmennirnir á það ráð að lenda í Keflavík og lenti vélin um klukkan hálftíu á mánudagsmorgun. Þar biðu lögreglumenn eftir mönnunum og fengu þeir að gista fangageymslur þangað til víman rann af þeim. Þeir fóru síðan úr landi daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×