Enski boltinn

Gordon frá í sex mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Skoski markvörðurinn Craig Gordon, leikmaður Sunderland, verður líklega frá næstu sex mánuðina þar sem hann gekkst undir aðgerð á hné í gær.

Aðgerðin var framkvæmd í Svíþjóð og heppnaðist vel, að sögn Steve Bruce, stjóra Sunderland.

„Það var ekkert annað í boði en að láta hann fara í þessa aðgerð,“ sagði Bruce við enska fjölmiðla.

Líklegt er að Gordon muni því missa af upphafi næsta tímabils í ensku úrvalsdeildinni, sem og landsleikjum Skotlands í undankeppni EM 2012 í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×