Enski boltinn

Cech: Löng leið á toppinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cech ver hér vítið í kvöld.
Cech ver hér vítið í kvöld.

Markvörðurinn Petr Cech var hetja Chelsea í kvöld er hann varði víti frá Clint Dempsey í uppbótartíma gegn Fulham. Hann tryggði Chelsea um leið stig í leiknum.

"Við ætluðum okkur sigur og lögðum allt í sölurnar til þess að ná inn sigurmarki. Leikurinn var mjög opinn í lokin og eftir að hafa fengið þetta víti á okkur erum við sáttir við stigið," sagði Cech eftir leikinn.

"Þetta stig er samt of lítið til þess að ná titlinum. Við erum langt í burtu núna og það er löng leið á toppinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×