Lítill vilji til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá 15. ágúst 2011 08:00 Mynd/Fréttablaðið Þingflokksformenn eru sammála um að mikilvægt sé að efna til opinnar umræðu í samfélaginu öllu um drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskráin bindur hendur þingsins, en í henni er skýrt kveðið á um að samþykki tveggja þinga þurfi til að gera breytingar á henni. Óvíst er hvaða vægi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að landsmenn allir taki þátt í umræðu um málið. Nýta eigi tækifærið til að efla þekkingu á stjórnarskránni, samhliða því verkefni sem þingið á fyrir höndum. „Ég hef mikla sannfæringu fyrir því að ekki eigi að drífa sig í þessari vinnu. Við verðum að rýna tillögurnar og velta kostum og göllum fyrir okkur.“ Þórunn segir mögulegt að málið fari í þjóðaratkvæði þegar þar að kemur, sjálf hafi hún ekki hugsað svo langt. Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segist hafa mikla sannfæringu fyrir því að þjóðin fái að segja sína skoðun áður en þingið tekur málið til umfjöllunar. Æskilegt sé að mikil kynning fari fram á plagginu og hægt sé að kjósa sérstaklega um hvern kafla fyrir sig. Því er Þuríður Backman, formaður þingflokks Vinstri grænna, ekki sammála. Hún telur að með slíkri kosningu glatist samfella og yfirsýn sem sé nauðsynleg til að taka afstöðu til nýrrar stjórnarskrá. Málið verður rætt á þingflokksfundi í dag. Hún er ekki afhuga þjóðaratkvæðagreiðslu í sjálfu sér, en bendir á að samkvæmt stjórnarskrá verði þingið að fjalla um málið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn eiga eftir að fjalla formlega um málið. „Við vorum nú ekki helstu stuðningsmenn stjórnlagaþingsins né ráðsins þannig að aðferðafræðin í kringum þetta var ekki sú sem við hefðum valið. Við töldum að ekki væri fullreynt að þingið gæti sjálft, eins og núgildandi stjórnarskrá kveður á um, gert breytingar á stjórnarskránni sjálft.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir þjóðaratkvæðagreiðslu nú ekki hafa neitt lagalegt gildi. Eðlilegt sé að málið fari í þinglega meðferð. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við höldum okkur við lagalegar leiðir, við höfum gert nóg af því að fara keldur undanfarið.“ Hann telur mikilvægt að mikil umræða skapist í samfélaginu um málið. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Þingflokksformenn eru sammála um að mikilvægt sé að efna til opinnar umræðu í samfélaginu öllu um drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskráin bindur hendur þingsins, en í henni er skýrt kveðið á um að samþykki tveggja þinga þurfi til að gera breytingar á henni. Óvíst er hvaða vægi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að landsmenn allir taki þátt í umræðu um málið. Nýta eigi tækifærið til að efla þekkingu á stjórnarskránni, samhliða því verkefni sem þingið á fyrir höndum. „Ég hef mikla sannfæringu fyrir því að ekki eigi að drífa sig í þessari vinnu. Við verðum að rýna tillögurnar og velta kostum og göllum fyrir okkur.“ Þórunn segir mögulegt að málið fari í þjóðaratkvæði þegar þar að kemur, sjálf hafi hún ekki hugsað svo langt. Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segist hafa mikla sannfæringu fyrir því að þjóðin fái að segja sína skoðun áður en þingið tekur málið til umfjöllunar. Æskilegt sé að mikil kynning fari fram á plagginu og hægt sé að kjósa sérstaklega um hvern kafla fyrir sig. Því er Þuríður Backman, formaður þingflokks Vinstri grænna, ekki sammála. Hún telur að með slíkri kosningu glatist samfella og yfirsýn sem sé nauðsynleg til að taka afstöðu til nýrrar stjórnarskrá. Málið verður rætt á þingflokksfundi í dag. Hún er ekki afhuga þjóðaratkvæðagreiðslu í sjálfu sér, en bendir á að samkvæmt stjórnarskrá verði þingið að fjalla um málið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn eiga eftir að fjalla formlega um málið. „Við vorum nú ekki helstu stuðningsmenn stjórnlagaþingsins né ráðsins þannig að aðferðafræðin í kringum þetta var ekki sú sem við hefðum valið. Við töldum að ekki væri fullreynt að þingið gæti sjálft, eins og núgildandi stjórnarskrá kveður á um, gert breytingar á stjórnarskránni sjálft.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir þjóðaratkvæðagreiðslu nú ekki hafa neitt lagalegt gildi. Eðlilegt sé að málið fari í þinglega meðferð. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við höldum okkur við lagalegar leiðir, við höfum gert nóg af því að fara keldur undanfarið.“ Hann telur mikilvægt að mikil umræða skapist í samfélaginu um málið. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira