Lítill vilji til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá 15. ágúst 2011 08:00 Mynd/Fréttablaðið Þingflokksformenn eru sammála um að mikilvægt sé að efna til opinnar umræðu í samfélaginu öllu um drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskráin bindur hendur þingsins, en í henni er skýrt kveðið á um að samþykki tveggja þinga þurfi til að gera breytingar á henni. Óvíst er hvaða vægi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að landsmenn allir taki þátt í umræðu um málið. Nýta eigi tækifærið til að efla þekkingu á stjórnarskránni, samhliða því verkefni sem þingið á fyrir höndum. „Ég hef mikla sannfæringu fyrir því að ekki eigi að drífa sig í þessari vinnu. Við verðum að rýna tillögurnar og velta kostum og göllum fyrir okkur.“ Þórunn segir mögulegt að málið fari í þjóðaratkvæði þegar þar að kemur, sjálf hafi hún ekki hugsað svo langt. Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segist hafa mikla sannfæringu fyrir því að þjóðin fái að segja sína skoðun áður en þingið tekur málið til umfjöllunar. Æskilegt sé að mikil kynning fari fram á plagginu og hægt sé að kjósa sérstaklega um hvern kafla fyrir sig. Því er Þuríður Backman, formaður þingflokks Vinstri grænna, ekki sammála. Hún telur að með slíkri kosningu glatist samfella og yfirsýn sem sé nauðsynleg til að taka afstöðu til nýrrar stjórnarskrá. Málið verður rætt á þingflokksfundi í dag. Hún er ekki afhuga þjóðaratkvæðagreiðslu í sjálfu sér, en bendir á að samkvæmt stjórnarskrá verði þingið að fjalla um málið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn eiga eftir að fjalla formlega um málið. „Við vorum nú ekki helstu stuðningsmenn stjórnlagaþingsins né ráðsins þannig að aðferðafræðin í kringum þetta var ekki sú sem við hefðum valið. Við töldum að ekki væri fullreynt að þingið gæti sjálft, eins og núgildandi stjórnarskrá kveður á um, gert breytingar á stjórnarskránni sjálft.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir þjóðaratkvæðagreiðslu nú ekki hafa neitt lagalegt gildi. Eðlilegt sé að málið fari í þinglega meðferð. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við höldum okkur við lagalegar leiðir, við höfum gert nóg af því að fara keldur undanfarið.“ Hann telur mikilvægt að mikil umræða skapist í samfélaginu um málið. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Þingflokksformenn eru sammála um að mikilvægt sé að efna til opinnar umræðu í samfélaginu öllu um drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskráin bindur hendur þingsins, en í henni er skýrt kveðið á um að samþykki tveggja þinga þurfi til að gera breytingar á henni. Óvíst er hvaða vægi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að landsmenn allir taki þátt í umræðu um málið. Nýta eigi tækifærið til að efla þekkingu á stjórnarskránni, samhliða því verkefni sem þingið á fyrir höndum. „Ég hef mikla sannfæringu fyrir því að ekki eigi að drífa sig í þessari vinnu. Við verðum að rýna tillögurnar og velta kostum og göllum fyrir okkur.“ Þórunn segir mögulegt að málið fari í þjóðaratkvæði þegar þar að kemur, sjálf hafi hún ekki hugsað svo langt. Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segist hafa mikla sannfæringu fyrir því að þjóðin fái að segja sína skoðun áður en þingið tekur málið til umfjöllunar. Æskilegt sé að mikil kynning fari fram á plagginu og hægt sé að kjósa sérstaklega um hvern kafla fyrir sig. Því er Þuríður Backman, formaður þingflokks Vinstri grænna, ekki sammála. Hún telur að með slíkri kosningu glatist samfella og yfirsýn sem sé nauðsynleg til að taka afstöðu til nýrrar stjórnarskrá. Málið verður rætt á þingflokksfundi í dag. Hún er ekki afhuga þjóðaratkvæðagreiðslu í sjálfu sér, en bendir á að samkvæmt stjórnarskrá verði þingið að fjalla um málið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn eiga eftir að fjalla formlega um málið. „Við vorum nú ekki helstu stuðningsmenn stjórnlagaþingsins né ráðsins þannig að aðferðafræðin í kringum þetta var ekki sú sem við hefðum valið. Við töldum að ekki væri fullreynt að þingið gæti sjálft, eins og núgildandi stjórnarskrá kveður á um, gert breytingar á stjórnarskránni sjálft.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir þjóðaratkvæðagreiðslu nú ekki hafa neitt lagalegt gildi. Eðlilegt sé að málið fari í þinglega meðferð. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við höldum okkur við lagalegar leiðir, við höfum gert nóg af því að fara keldur undanfarið.“ Hann telur mikilvægt að mikil umræða skapist í samfélaginu um málið. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira