Lítill vilji til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá 15. ágúst 2011 08:00 Mynd/Fréttablaðið Þingflokksformenn eru sammála um að mikilvægt sé að efna til opinnar umræðu í samfélaginu öllu um drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskráin bindur hendur þingsins, en í henni er skýrt kveðið á um að samþykki tveggja þinga þurfi til að gera breytingar á henni. Óvíst er hvaða vægi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að landsmenn allir taki þátt í umræðu um málið. Nýta eigi tækifærið til að efla þekkingu á stjórnarskránni, samhliða því verkefni sem þingið á fyrir höndum. „Ég hef mikla sannfæringu fyrir því að ekki eigi að drífa sig í þessari vinnu. Við verðum að rýna tillögurnar og velta kostum og göllum fyrir okkur.“ Þórunn segir mögulegt að málið fari í þjóðaratkvæði þegar þar að kemur, sjálf hafi hún ekki hugsað svo langt. Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segist hafa mikla sannfæringu fyrir því að þjóðin fái að segja sína skoðun áður en þingið tekur málið til umfjöllunar. Æskilegt sé að mikil kynning fari fram á plagginu og hægt sé að kjósa sérstaklega um hvern kafla fyrir sig. Því er Þuríður Backman, formaður þingflokks Vinstri grænna, ekki sammála. Hún telur að með slíkri kosningu glatist samfella og yfirsýn sem sé nauðsynleg til að taka afstöðu til nýrrar stjórnarskrá. Málið verður rætt á þingflokksfundi í dag. Hún er ekki afhuga þjóðaratkvæðagreiðslu í sjálfu sér, en bendir á að samkvæmt stjórnarskrá verði þingið að fjalla um málið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn eiga eftir að fjalla formlega um málið. „Við vorum nú ekki helstu stuðningsmenn stjórnlagaþingsins né ráðsins þannig að aðferðafræðin í kringum þetta var ekki sú sem við hefðum valið. Við töldum að ekki væri fullreynt að þingið gæti sjálft, eins og núgildandi stjórnarskrá kveður á um, gert breytingar á stjórnarskránni sjálft.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir þjóðaratkvæðagreiðslu nú ekki hafa neitt lagalegt gildi. Eðlilegt sé að málið fari í þinglega meðferð. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við höldum okkur við lagalegar leiðir, við höfum gert nóg af því að fara keldur undanfarið.“ Hann telur mikilvægt að mikil umræða skapist í samfélaginu um málið. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Þingflokksformenn eru sammála um að mikilvægt sé að efna til opinnar umræðu í samfélaginu öllu um drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskráin bindur hendur þingsins, en í henni er skýrt kveðið á um að samþykki tveggja þinga þurfi til að gera breytingar á henni. Óvíst er hvaða vægi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að landsmenn allir taki þátt í umræðu um málið. Nýta eigi tækifærið til að efla þekkingu á stjórnarskránni, samhliða því verkefni sem þingið á fyrir höndum. „Ég hef mikla sannfæringu fyrir því að ekki eigi að drífa sig í þessari vinnu. Við verðum að rýna tillögurnar og velta kostum og göllum fyrir okkur.“ Þórunn segir mögulegt að málið fari í þjóðaratkvæði þegar þar að kemur, sjálf hafi hún ekki hugsað svo langt. Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segist hafa mikla sannfæringu fyrir því að þjóðin fái að segja sína skoðun áður en þingið tekur málið til umfjöllunar. Æskilegt sé að mikil kynning fari fram á plagginu og hægt sé að kjósa sérstaklega um hvern kafla fyrir sig. Því er Þuríður Backman, formaður þingflokks Vinstri grænna, ekki sammála. Hún telur að með slíkri kosningu glatist samfella og yfirsýn sem sé nauðsynleg til að taka afstöðu til nýrrar stjórnarskrá. Málið verður rætt á þingflokksfundi í dag. Hún er ekki afhuga þjóðaratkvæðagreiðslu í sjálfu sér, en bendir á að samkvæmt stjórnarskrá verði þingið að fjalla um málið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn eiga eftir að fjalla formlega um málið. „Við vorum nú ekki helstu stuðningsmenn stjórnlagaþingsins né ráðsins þannig að aðferðafræðin í kringum þetta var ekki sú sem við hefðum valið. Við töldum að ekki væri fullreynt að þingið gæti sjálft, eins og núgildandi stjórnarskrá kveður á um, gert breytingar á stjórnarskránni sjálft.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir þjóðaratkvæðagreiðslu nú ekki hafa neitt lagalegt gildi. Eðlilegt sé að málið fari í þinglega meðferð. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við höldum okkur við lagalegar leiðir, við höfum gert nóg af því að fara keldur undanfarið.“ Hann telur mikilvægt að mikil umræða skapist í samfélaginu um málið. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira