Leikskólar í Reykjavík munu skerða þjónustu 16. ágúst 2011 07:00 Ragnhildur Erla Bjarnadóttir Leikskólum Reykjavíkurborgar verður ekki lokað þó að leikskólakennarar sem eru í Félagi leikskólakennara (FL) fari í verkfall næsta mánudag, segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar. Öllum leikskólum á vegum Akureyrarbæjar mun hins vegar verða lokað. Í gær lauk árangurslausum sáttafundi í kjaradeilu sveitarfélaga og leikskólakennara, án þess að boðað væri til annars fundar hjá sáttasemjara. Leikskólasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að viðbragðsáætlun, þar sem skoðað er hve mikil röskun verður hjá leikskólum borgarinnar og hvernig brugðist verður við því. Leikskólastjórnendur hafa fengið viðmiðunarreglur til að hafa til hliðsjónar ef til verkfalls kemur. Þar kemur meðal annars fram að ef deildarstjórar leikskóla eru ekki í Félagi leikskólakennara (FL) má viðkomandi deild taka við börnum sem skráð eru þangað, en ekki af öðrum deildum. Algengast er að aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík starfi einnig sem deildarstjórar og munu þeir því halda áfram að taka á móti leyfilegum fjölda barna er miðast við útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann. Þá munu ófaglærðir starfsmenn leikskóla, sem ekki eru í FL, einnig mæta áfram til vinnu ef til verkfalls kemur. Á Akureyri eru hins vegar allir starfandi deildarstjórar félagar í FL og því er séð fram á að allir leikskólar munu lokast í verkfallinu. Sigríður Ósk Jónasdóttir, leikskólastjóri á Flúðum á Akureyri, segir útlitið ekki bjart þar. „Allir skólar loka. Allir deildarstjórar hér eru í FL og því geta þær deildir ekki haldist opnar," segir hún. Sigríður bætir við að fyrirspurnum foreldra hafi fjölgað í gær, en hún telur þó að almennt sýni þeir kennurum skilning í kjarabaráttu sinni. - kóþ, sv Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Leikskólum Reykjavíkurborgar verður ekki lokað þó að leikskólakennarar sem eru í Félagi leikskólakennara (FL) fari í verkfall næsta mánudag, segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar. Öllum leikskólum á vegum Akureyrarbæjar mun hins vegar verða lokað. Í gær lauk árangurslausum sáttafundi í kjaradeilu sveitarfélaga og leikskólakennara, án þess að boðað væri til annars fundar hjá sáttasemjara. Leikskólasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að viðbragðsáætlun, þar sem skoðað er hve mikil röskun verður hjá leikskólum borgarinnar og hvernig brugðist verður við því. Leikskólastjórnendur hafa fengið viðmiðunarreglur til að hafa til hliðsjónar ef til verkfalls kemur. Þar kemur meðal annars fram að ef deildarstjórar leikskóla eru ekki í Félagi leikskólakennara (FL) má viðkomandi deild taka við börnum sem skráð eru þangað, en ekki af öðrum deildum. Algengast er að aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík starfi einnig sem deildarstjórar og munu þeir því halda áfram að taka á móti leyfilegum fjölda barna er miðast við útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann. Þá munu ófaglærðir starfsmenn leikskóla, sem ekki eru í FL, einnig mæta áfram til vinnu ef til verkfalls kemur. Á Akureyri eru hins vegar allir starfandi deildarstjórar félagar í FL og því er séð fram á að allir leikskólar munu lokast í verkfallinu. Sigríður Ósk Jónasdóttir, leikskólastjóri á Flúðum á Akureyri, segir útlitið ekki bjart þar. „Allir skólar loka. Allir deildarstjórar hér eru í FL og því geta þær deildir ekki haldist opnar," segir hún. Sigríður bætir við að fyrirspurnum foreldra hafi fjölgað í gær, en hún telur þó að almennt sýni þeir kennurum skilning í kjarabaráttu sinni. - kóþ, sv
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira