Leikskólar í Reykjavík munu skerða þjónustu 16. ágúst 2011 07:00 Ragnhildur Erla Bjarnadóttir Leikskólum Reykjavíkurborgar verður ekki lokað þó að leikskólakennarar sem eru í Félagi leikskólakennara (FL) fari í verkfall næsta mánudag, segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar. Öllum leikskólum á vegum Akureyrarbæjar mun hins vegar verða lokað. Í gær lauk árangurslausum sáttafundi í kjaradeilu sveitarfélaga og leikskólakennara, án þess að boðað væri til annars fundar hjá sáttasemjara. Leikskólasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að viðbragðsáætlun, þar sem skoðað er hve mikil röskun verður hjá leikskólum borgarinnar og hvernig brugðist verður við því. Leikskólastjórnendur hafa fengið viðmiðunarreglur til að hafa til hliðsjónar ef til verkfalls kemur. Þar kemur meðal annars fram að ef deildarstjórar leikskóla eru ekki í Félagi leikskólakennara (FL) má viðkomandi deild taka við börnum sem skráð eru þangað, en ekki af öðrum deildum. Algengast er að aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík starfi einnig sem deildarstjórar og munu þeir því halda áfram að taka á móti leyfilegum fjölda barna er miðast við útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann. Þá munu ófaglærðir starfsmenn leikskóla, sem ekki eru í FL, einnig mæta áfram til vinnu ef til verkfalls kemur. Á Akureyri eru hins vegar allir starfandi deildarstjórar félagar í FL og því er séð fram á að allir leikskólar munu lokast í verkfallinu. Sigríður Ósk Jónasdóttir, leikskólastjóri á Flúðum á Akureyri, segir útlitið ekki bjart þar. „Allir skólar loka. Allir deildarstjórar hér eru í FL og því geta þær deildir ekki haldist opnar," segir hún. Sigríður bætir við að fyrirspurnum foreldra hafi fjölgað í gær, en hún telur þó að almennt sýni þeir kennurum skilning í kjarabaráttu sinni. - kóþ, sv Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Leikskólum Reykjavíkurborgar verður ekki lokað þó að leikskólakennarar sem eru í Félagi leikskólakennara (FL) fari í verkfall næsta mánudag, segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar. Öllum leikskólum á vegum Akureyrarbæjar mun hins vegar verða lokað. Í gær lauk árangurslausum sáttafundi í kjaradeilu sveitarfélaga og leikskólakennara, án þess að boðað væri til annars fundar hjá sáttasemjara. Leikskólasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að viðbragðsáætlun, þar sem skoðað er hve mikil röskun verður hjá leikskólum borgarinnar og hvernig brugðist verður við því. Leikskólastjórnendur hafa fengið viðmiðunarreglur til að hafa til hliðsjónar ef til verkfalls kemur. Þar kemur meðal annars fram að ef deildarstjórar leikskóla eru ekki í Félagi leikskólakennara (FL) má viðkomandi deild taka við börnum sem skráð eru þangað, en ekki af öðrum deildum. Algengast er að aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík starfi einnig sem deildarstjórar og munu þeir því halda áfram að taka á móti leyfilegum fjölda barna er miðast við útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann. Þá munu ófaglærðir starfsmenn leikskóla, sem ekki eru í FL, einnig mæta áfram til vinnu ef til verkfalls kemur. Á Akureyri eru hins vegar allir starfandi deildarstjórar félagar í FL og því er séð fram á að allir leikskólar munu lokast í verkfallinu. Sigríður Ósk Jónasdóttir, leikskólastjóri á Flúðum á Akureyri, segir útlitið ekki bjart þar. „Allir skólar loka. Allir deildarstjórar hér eru í FL og því geta þær deildir ekki haldist opnar," segir hún. Sigríður bætir við að fyrirspurnum foreldra hafi fjölgað í gær, en hún telur þó að almennt sýni þeir kennurum skilning í kjarabaráttu sinni. - kóþ, sv
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sjá meira