Sagði sjálfsagt að ráðherra gæfi Landsvirkjun fyrirmæli Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2011 18:45 Þrjú skýr dæmi eru um að ríkisstjórnin beitti sér gegn álveri á Bakka. Áður en Steingrímur J. Sigfússon varð fjármálaráðherra lýsti hann þeirri skoðun sinni að sjálfsagt væri að sá sem gegndi því embætti gæti sem yfirmaður Landsvirkjunar gefið fyrirtækinu fyrirmæli. Þegar stefndi í tvö ný álver fyrir fjórum árum, bæði á Húsavík og í Helguvík, gáfu Vinstri grænir kosningaloforð; það yrði stóriðjustopp. Í viðtali á Stöð 2 þann 16. maí árið 2007, 20 mánuðum áður en hann varð fjármálaráðherra, sagði Steingrímur að áform þeirra væru að bremsa þessa stefnu af ,,og stoppa það sem hægt er að stoppa". Þegar spurt var hvort hann gæti í raun stöðvað áformin svaraði Steingrímur: ,,Ég ætla nú rétt að vona að þetta sé ekki stjórnlaust. Að það geti bara hvaða álfyrirtæki sem er komið og haft frjálsan aðgang að landinu og stjórnvöld séu valdalaus í þeim efnum. Auðvitað er það ekki þannig. Má ég þá minna á að það er til eitt stykki fyrirtæki sem heitir Landsvirkjun og ríkið á Landsvirkjun hundrað prósent." -Þannig að þið mynduð vilja beita henni alveg hiklaust? ,,Fjármálaráðherrann hefur yfir henni að segja. Auðvitað er hægt að gefa Landsvirkjun fyrirmæli um að láta Þjórsá vera. Að sjálfsögðu. Ríkið á hana. Þannig að það er náttúrlega ekkert svona að það sé ekki hægt að hafa áhrif á þessi mál. Að sjálfsögðu ekki," svaraði Steingrímur. Einmitt þetta virðist minnst þrívegis hafa gerst í samningsferlinu um Bakka-álver. Fyrst þegar ríkisstjórnin synjaði Alcoa um framlengingu viljayfirlýsingar haustið 2009, næst haustið 2010 þegar hunsuð var sú niðurstaða verkefnisstjórnar sem kannaði valkosti, að aðeins álver Alcoa og álver kínverska félagsins Bosai teldust áhugaverðir og raunhæfir kostir, og loks þegar ákveðið var að nýta ekki Gjástykki til orkuöflunar, þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi áður áformað að hefja boranir þar í sumar. Í viðtali á Stöð 2 þann 12. janúar í vetur útskýrði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, þessa stefnubreytingu með þessum orðum: ,,Við gerum ekki ráð fyrir að vinna neitt í Gjástykki enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld. Við vitum það að þetta er umdeilt svæði og það eru áform jafnvel um það að friðlýsa svæðið. Meðan það er munum við ekki leggja út í umtalsverðar fjárfestingar á svæðinu." Þessi orð forstjóra Landsvirkjunar staðfestu að hann laut pólitískri stefnumörkun um að bjóða ekki fram orku Gjástykkis. Þar með þrengdi að orkumöguleikum álvers í Þingeyjarsýslum og fór svo á endanum að af 525 megavöttum, sem farið hafa í umhverfis- og skipulagsferli, bauð Landsvirkjun Alcoa aðeins 200 megavött til kaups og það á átta árum, þegar álver þurfti minnst 400 megavött. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þrjú skýr dæmi eru um að ríkisstjórnin beitti sér gegn álveri á Bakka. Áður en Steingrímur J. Sigfússon varð fjármálaráðherra lýsti hann þeirri skoðun sinni að sjálfsagt væri að sá sem gegndi því embætti gæti sem yfirmaður Landsvirkjunar gefið fyrirtækinu fyrirmæli. Þegar stefndi í tvö ný álver fyrir fjórum árum, bæði á Húsavík og í Helguvík, gáfu Vinstri grænir kosningaloforð; það yrði stóriðjustopp. Í viðtali á Stöð 2 þann 16. maí árið 2007, 20 mánuðum áður en hann varð fjármálaráðherra, sagði Steingrímur að áform þeirra væru að bremsa þessa stefnu af ,,og stoppa það sem hægt er að stoppa". Þegar spurt var hvort hann gæti í raun stöðvað áformin svaraði Steingrímur: ,,Ég ætla nú rétt að vona að þetta sé ekki stjórnlaust. Að það geti bara hvaða álfyrirtæki sem er komið og haft frjálsan aðgang að landinu og stjórnvöld séu valdalaus í þeim efnum. Auðvitað er það ekki þannig. Má ég þá minna á að það er til eitt stykki fyrirtæki sem heitir Landsvirkjun og ríkið á Landsvirkjun hundrað prósent." -Þannig að þið mynduð vilja beita henni alveg hiklaust? ,,Fjármálaráðherrann hefur yfir henni að segja. Auðvitað er hægt að gefa Landsvirkjun fyrirmæli um að láta Þjórsá vera. Að sjálfsögðu. Ríkið á hana. Þannig að það er náttúrlega ekkert svona að það sé ekki hægt að hafa áhrif á þessi mál. Að sjálfsögðu ekki," svaraði Steingrímur. Einmitt þetta virðist minnst þrívegis hafa gerst í samningsferlinu um Bakka-álver. Fyrst þegar ríkisstjórnin synjaði Alcoa um framlengingu viljayfirlýsingar haustið 2009, næst haustið 2010 þegar hunsuð var sú niðurstaða verkefnisstjórnar sem kannaði valkosti, að aðeins álver Alcoa og álver kínverska félagsins Bosai teldust áhugaverðir og raunhæfir kostir, og loks þegar ákveðið var að nýta ekki Gjástykki til orkuöflunar, þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi áður áformað að hefja boranir þar í sumar. Í viðtali á Stöð 2 þann 12. janúar í vetur útskýrði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, þessa stefnubreytingu með þessum orðum: ,,Við gerum ekki ráð fyrir að vinna neitt í Gjástykki enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld. Við vitum það að þetta er umdeilt svæði og það eru áform jafnvel um það að friðlýsa svæðið. Meðan það er munum við ekki leggja út í umtalsverðar fjárfestingar á svæðinu." Þessi orð forstjóra Landsvirkjunar staðfestu að hann laut pólitískri stefnumörkun um að bjóða ekki fram orku Gjástykkis. Þar með þrengdi að orkumöguleikum álvers í Þingeyjarsýslum og fór svo á endanum að af 525 megavöttum, sem farið hafa í umhverfis- og skipulagsferli, bauð Landsvirkjun Alcoa aðeins 200 megavött til kaups og það á átta árum, þegar álver þurfti minnst 400 megavött.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira