Íslenski boltinn

Dramatík í lokin og áfram spenna á toppnum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Eyjamenn tryggðu sér dramatískt jafntefli í uppbótartíma í toppslagnum á KR-vellinum í gærkvöld og sáu um leið til þess að spennan er áfram í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn í Pepsi-deild karla.

KR-ingar hafa þar með aðeins náð í tvö stig út úr tveimur síðustu heimaleikjum sínum en þeir hefðu verið með sjö stiga forystu á toppnum hefðu þeir unnið þessa leiki á móti Stjörnunni og ÍBV.

Guðjón Baldvinsson kom KR-liðinu þrisvar yfir í þessum tveimur leikjum en þar sem KR landaði aðeins tveimur stigum er liðið bara með tveggja stiga forystu á toppnum.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik KR og ÍBV á KR-vellinum í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×