Leikskólakennarar hækka strax um 7% 22. ágúst 2011 06:55 Samningar Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verða kynntir félagsmönnum í dag og næstu daga. Leikskólakennarar munu fá um sjö prósenta hækkun strax, verði samningurinn samþykktur. Samninganefnd leikskólakennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir kjarasamninginn á laugardag, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Ekki hefur fengist upp gefið um hvað var samið í smáatriðum, en leikskólakennarar kröfðust þess að laun þeirra hækkuðu nægilega mikið til að þau yrðu sambærileg við laun grunnskólakennara. Samningurinn mun fela í sér launahækkun til samræmis við laun viðmiðunarstétta, en launin munu hækka í þrepum. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hversu mikið launin munu hækka umfram grunnhækkunina fyrr en unnin hefur verið ákveðin greining á launum viðmiðunarstétta, segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist ánægður með að samningar hafi náðst og að hægt hafi verið að afstýra verkfalli sem boðað hafði verið í dag. „Við náðum markmiðum okkar og erum því mjög sátt við samninginn. Við munum síðan nota vikuna til að kynna samningana vel fyrir félagsmönnum. Ég er líka afskaplega þakklátur fyrir það að ekki komi til verkfalls og finnst ofsalega gott að geta þakkað þeim sem sýndu okkur stuðning með því að afstýra þessu verkfalli," segir Haraldur. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir það sama gilda um þessar launahækkanir og aðrar sem samið hafi verið um. Sveitarfélögin verði að hækka skatta eða þjónustugjöld til að mæta hækkuninni eða segja upp starfsfólki. „Í upphafi var lagt upp með það að tekjuaukning myndi standa undir þessum hækkunum en það hefur ekki gengið eftir. Þá verðum við annað hvort að auka tekjur sveitarfélaganna með skattahækkunum eða hærri þjónustugjöldum og svo áframhaldandi niðurskurði og hagræðingu," segir Halldór. „Þó að leikskólagjöld séu há standa þau ekki undir nema um 16 til 24 prósentum af heildar rekstrarkostnaði leikskólanna í dag." sara@frettabladid.is Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Samningar Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verða kynntir félagsmönnum í dag og næstu daga. Leikskólakennarar munu fá um sjö prósenta hækkun strax, verði samningurinn samþykktur. Samninganefnd leikskólakennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir kjarasamninginn á laugardag, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Ekki hefur fengist upp gefið um hvað var samið í smáatriðum, en leikskólakennarar kröfðust þess að laun þeirra hækkuðu nægilega mikið til að þau yrðu sambærileg við laun grunnskólakennara. Samningurinn mun fela í sér launahækkun til samræmis við laun viðmiðunarstétta, en launin munu hækka í þrepum. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hversu mikið launin munu hækka umfram grunnhækkunina fyrr en unnin hefur verið ákveðin greining á launum viðmiðunarstétta, segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist ánægður með að samningar hafi náðst og að hægt hafi verið að afstýra verkfalli sem boðað hafði verið í dag. „Við náðum markmiðum okkar og erum því mjög sátt við samninginn. Við munum síðan nota vikuna til að kynna samningana vel fyrir félagsmönnum. Ég er líka afskaplega þakklátur fyrir það að ekki komi til verkfalls og finnst ofsalega gott að geta þakkað þeim sem sýndu okkur stuðning með því að afstýra þessu verkfalli," segir Haraldur. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir það sama gilda um þessar launahækkanir og aðrar sem samið hafi verið um. Sveitarfélögin verði að hækka skatta eða þjónustugjöld til að mæta hækkuninni eða segja upp starfsfólki. „Í upphafi var lagt upp með það að tekjuaukning myndi standa undir þessum hækkunum en það hefur ekki gengið eftir. Þá verðum við annað hvort að auka tekjur sveitarfélaganna með skattahækkunum eða hærri þjónustugjöldum og svo áframhaldandi niðurskurði og hagræðingu," segir Halldór. „Þó að leikskólagjöld séu há standa þau ekki undir nema um 16 til 24 prósentum af heildar rekstrarkostnaði leikskólanna í dag." sara@frettabladid.is
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira