Rektor Kvikmyndaskólans: "Tíminn er í raun floginn frá okkur" Erla Hlynsdóttir skrifar 22. ágúst 2011 12:23 Nemendur Kvikmyndaskólans mættu á skrifstofu Vinnumálastofnunar í morgun Ekki var hægt að setja Kvikmyndaskóla Íslands í dag, eins og til stóð, vegna óvissu um áframhaldandi fjármögnun námsins. Vegna þessa fylktu nemendur skólans liði í Vinnumálastofnun í morgun þar sem þeir sóttu um atvinnuleysisbætur. Forsvarsmenn Kvikmyndaskólans og mennta- og menningarmálaráðuneytisins ætla að reyna eftir fremsta megni að komast að niðurstöðu um framhaldið í dag. Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskólans, segir stöðuna grafalvarlega. „Við berum enn veika von í brjósti um að okkur takist að setja hann í þessari viku vegna þess að ef svo verður ekki þá held ég að það sé óhætt að afskrifa allt skólahald af okkar hálfu á þessari önn," segir hann. Sem kunnugt er komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að Kvikmyndaskólinn sé að óbreyttu ekki rekstrarhæfur. Ráðuneytið mun fara þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún geri frekari útttekt á skólanum, og búist er við niðurstöðu í lok september. Einn af þeim möguleikum sem ráðuneytið hefur bent á er að skólinn nýti þær 17 milljónir sem hann á eftir af fjárlögum þessa árs til að reka skólann þar til niðurstaða Ríkisendurskoðunar er ljós. Hilmar segir nauman tíma til stefnu. „Það eru allir mjög meðvitaðir um að tíminn er í raun floginn frá okkur. Ég vona það besta. Hvað er það besta? Það besta er auðvitað að við getum haldilð starfinu áfram. Annars verðum við að finna lausn, finna úrræði fyrir núverandi nemendur þannig að þeir geti lokið þessi námi með sæmd," segir hann. Þær upplýsingar fengust frá menntamálaráðuneytinu í morgun að vonir standa til að í samvinnu við eigendur Kvikmyndaskólans takist að finna lausn sem muni eyða óvissu um stöðu nemanea. Ef það tekst ekki er ljóst að ráðuneytið þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja hagsmuni nemenda. Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn ekki rekstrarhæfur Kvikmyndaskóli Íslands hefur ekki sýnt fram á að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi að því er rekstrarhæfi varðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 18. ágúst 2011 19:36 Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. 20. ágúst 2011 03:15 Kvikmyndaskólinn skuldar 38 milljónir í laun Kvikmyndaskóli Íslanda skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna og segir stjórn skólans að þær skuldir verði hvorki umflúnar né afskrifaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í tilefni af því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að semja ekki við skólann fyrr en Ríkisendurskoðun hefur lokið heildarútttekt á stöðu hans. Samkvæmt ráðuneytinu hefur skólinn ekki getað sýnt fram á að "að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi" Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt til við stjórn Kvikmyndaskólans þrjár leiðir sem Ríkisendurskoðun bendir á til að leysa vanda skólans. Ein þeirra er að afskrifa skuldir. Í yfirlýsingu frá stjórn skólans segir þetta vera " leið sem stjórnendur skólans geta ekki hugsað sér að fara þar sem þeir sem helst eiga inni hjá skólnum eru starfsmenn hans og velunnarar." Í því sambandi er bent á þá upphæð sem skólinn skuldar í ógreidd laun. Þá beinir ráðherra því til eigenda skólans að þeir komi með nýtt fé inn í reksturinn. Stjórnarmenn segja þessa leið verða reynda ef einhver lausn fæst hjá ráðuneytinu fyrst. " Við núverandi aðstæður liggur í hlutarins eðli að hvorki bankastofnanir né hugsanlegir fjárfestar gætu hugsað sér að leggja skólanum lið þegar alls óvíst er hvort hann fái starfsleyfi í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni. Þriðja tillagan til að leysa vanda skólans era ð ríkiið leggi til aukið fé í reksturinn. " Þessa leið hefur skólinn óskað eftir að farin yrði og stóð í þeirri trú að komið væri að afgreiðslu hennar nú nokkrum dögum fyrir skólasetningu. Þess í stað er stjórnendum skólans sagt að málefni hans hafi í raun verið lögð í hendur Ríkisendurskoðunar sem muni nú taka sér sinn tíma til að skoða betur málefni skólans. Á meðan eiga 160 nemendur, rúmlega 100 kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans að bíða og vona að Ríkisendurskoðun veiti sína syndaaflausn," segir í yfirlýsingu stjórnarmanna. 19. ágúst 2011 10:39 Kvikmyndaskólinn verður ekki settur á morgun Kvikmyndaskóli Íslands verður ekki settur á morgun og allt stefnir í að honum verði lokað. Menntamálaráðuneytið vill ekkert aðhafast fyrr en í septemberlok þegar Ríkisendurskoðun hefur tekið út fjármál skólans. Þriggja barna móðir sem nemur kvikmyndagerð við skólann segir biðstöðuna óþolandi. 21. ágúst 2011 18:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira
Ekki var hægt að setja Kvikmyndaskóla Íslands í dag, eins og til stóð, vegna óvissu um áframhaldandi fjármögnun námsins. Vegna þessa fylktu nemendur skólans liði í Vinnumálastofnun í morgun þar sem þeir sóttu um atvinnuleysisbætur. Forsvarsmenn Kvikmyndaskólans og mennta- og menningarmálaráðuneytisins ætla að reyna eftir fremsta megni að komast að niðurstöðu um framhaldið í dag. Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskólans, segir stöðuna grafalvarlega. „Við berum enn veika von í brjósti um að okkur takist að setja hann í þessari viku vegna þess að ef svo verður ekki þá held ég að það sé óhætt að afskrifa allt skólahald af okkar hálfu á þessari önn," segir hann. Sem kunnugt er komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að Kvikmyndaskólinn sé að óbreyttu ekki rekstrarhæfur. Ráðuneytið mun fara þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún geri frekari útttekt á skólanum, og búist er við niðurstöðu í lok september. Einn af þeim möguleikum sem ráðuneytið hefur bent á er að skólinn nýti þær 17 milljónir sem hann á eftir af fjárlögum þessa árs til að reka skólann þar til niðurstaða Ríkisendurskoðunar er ljós. Hilmar segir nauman tíma til stefnu. „Það eru allir mjög meðvitaðir um að tíminn er í raun floginn frá okkur. Ég vona það besta. Hvað er það besta? Það besta er auðvitað að við getum haldilð starfinu áfram. Annars verðum við að finna lausn, finna úrræði fyrir núverandi nemendur þannig að þeir geti lokið þessi námi með sæmd," segir hann. Þær upplýsingar fengust frá menntamálaráðuneytinu í morgun að vonir standa til að í samvinnu við eigendur Kvikmyndaskólans takist að finna lausn sem muni eyða óvissu um stöðu nemanea. Ef það tekst ekki er ljóst að ráðuneytið þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja hagsmuni nemenda.
Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn ekki rekstrarhæfur Kvikmyndaskóli Íslands hefur ekki sýnt fram á að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi að því er rekstrarhæfi varðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 18. ágúst 2011 19:36 Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. 20. ágúst 2011 03:15 Kvikmyndaskólinn skuldar 38 milljónir í laun Kvikmyndaskóli Íslanda skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna og segir stjórn skólans að þær skuldir verði hvorki umflúnar né afskrifaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í tilefni af því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að semja ekki við skólann fyrr en Ríkisendurskoðun hefur lokið heildarútttekt á stöðu hans. Samkvæmt ráðuneytinu hefur skólinn ekki getað sýnt fram á að "að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi" Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt til við stjórn Kvikmyndaskólans þrjár leiðir sem Ríkisendurskoðun bendir á til að leysa vanda skólans. Ein þeirra er að afskrifa skuldir. Í yfirlýsingu frá stjórn skólans segir þetta vera " leið sem stjórnendur skólans geta ekki hugsað sér að fara þar sem þeir sem helst eiga inni hjá skólnum eru starfsmenn hans og velunnarar." Í því sambandi er bent á þá upphæð sem skólinn skuldar í ógreidd laun. Þá beinir ráðherra því til eigenda skólans að þeir komi með nýtt fé inn í reksturinn. Stjórnarmenn segja þessa leið verða reynda ef einhver lausn fæst hjá ráðuneytinu fyrst. " Við núverandi aðstæður liggur í hlutarins eðli að hvorki bankastofnanir né hugsanlegir fjárfestar gætu hugsað sér að leggja skólanum lið þegar alls óvíst er hvort hann fái starfsleyfi í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni. Þriðja tillagan til að leysa vanda skólans era ð ríkiið leggi til aukið fé í reksturinn. " Þessa leið hefur skólinn óskað eftir að farin yrði og stóð í þeirri trú að komið væri að afgreiðslu hennar nú nokkrum dögum fyrir skólasetningu. Þess í stað er stjórnendum skólans sagt að málefni hans hafi í raun verið lögð í hendur Ríkisendurskoðunar sem muni nú taka sér sinn tíma til að skoða betur málefni skólans. Á meðan eiga 160 nemendur, rúmlega 100 kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans að bíða og vona að Ríkisendurskoðun veiti sína syndaaflausn," segir í yfirlýsingu stjórnarmanna. 19. ágúst 2011 10:39 Kvikmyndaskólinn verður ekki settur á morgun Kvikmyndaskóli Íslands verður ekki settur á morgun og allt stefnir í að honum verði lokað. Menntamálaráðuneytið vill ekkert aðhafast fyrr en í septemberlok þegar Ríkisendurskoðun hefur tekið út fjármál skólans. Þriggja barna móðir sem nemur kvikmyndagerð við skólann segir biðstöðuna óþolandi. 21. ágúst 2011 18:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira
Kvikmyndaskólinn ekki rekstrarhæfur Kvikmyndaskóli Íslands hefur ekki sýnt fram á að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi að því er rekstrarhæfi varðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 18. ágúst 2011 19:36
Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. 20. ágúst 2011 03:15
Kvikmyndaskólinn skuldar 38 milljónir í laun Kvikmyndaskóli Íslanda skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna og segir stjórn skólans að þær skuldir verði hvorki umflúnar né afskrifaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í tilefni af því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að semja ekki við skólann fyrr en Ríkisendurskoðun hefur lokið heildarútttekt á stöðu hans. Samkvæmt ráðuneytinu hefur skólinn ekki getað sýnt fram á að "að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi" Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt til við stjórn Kvikmyndaskólans þrjár leiðir sem Ríkisendurskoðun bendir á til að leysa vanda skólans. Ein þeirra er að afskrifa skuldir. Í yfirlýsingu frá stjórn skólans segir þetta vera " leið sem stjórnendur skólans geta ekki hugsað sér að fara þar sem þeir sem helst eiga inni hjá skólnum eru starfsmenn hans og velunnarar." Í því sambandi er bent á þá upphæð sem skólinn skuldar í ógreidd laun. Þá beinir ráðherra því til eigenda skólans að þeir komi með nýtt fé inn í reksturinn. Stjórnarmenn segja þessa leið verða reynda ef einhver lausn fæst hjá ráðuneytinu fyrst. " Við núverandi aðstæður liggur í hlutarins eðli að hvorki bankastofnanir né hugsanlegir fjárfestar gætu hugsað sér að leggja skólanum lið þegar alls óvíst er hvort hann fái starfsleyfi í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni. Þriðja tillagan til að leysa vanda skólans era ð ríkiið leggi til aukið fé í reksturinn. " Þessa leið hefur skólinn óskað eftir að farin yrði og stóð í þeirri trú að komið væri að afgreiðslu hennar nú nokkrum dögum fyrir skólasetningu. Þess í stað er stjórnendum skólans sagt að málefni hans hafi í raun verið lögð í hendur Ríkisendurskoðunar sem muni nú taka sér sinn tíma til að skoða betur málefni skólans. Á meðan eiga 160 nemendur, rúmlega 100 kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans að bíða og vona að Ríkisendurskoðun veiti sína syndaaflausn," segir í yfirlýsingu stjórnarmanna. 19. ágúst 2011 10:39
Kvikmyndaskólinn verður ekki settur á morgun Kvikmyndaskóli Íslands verður ekki settur á morgun og allt stefnir í að honum verði lokað. Menntamálaráðuneytið vill ekkert aðhafast fyrr en í septemberlok þegar Ríkisendurskoðun hefur tekið út fjármál skólans. Þriggja barna móðir sem nemur kvikmyndagerð við skólann segir biðstöðuna óþolandi. 21. ágúst 2011 18:30