Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. ágúst 2011 18:46 Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni í ársbyrjun 2009, hefur verið óánægður innan flokksins í nokkurn tíma og ekki talið sig eiga samleið með hugmyndafræði flokksforystunnar. Þar vega Evrópumálin þungt en Guðmundur hefur ekki verið sammála formanni flokksins í því máli. Þá er mörgum eflaust minnisstætt að Guðmundur greiddi ekki atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina hinn 13. apríl sl. sem margir þingmenn Framsóknar studdu og gerði Guðmundur grein fyrir atkvæði sínu með þeim orðum að hann ætlaði „ekki að taka þátt í þessum leikaraskap." Guðmundur þú ert að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna? „Ég myndi frekar segja að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera." Hefurðu tilkynnt formanni flokksins formlega um úrsögn þína úr flokknum? „Nei, þetta ætla ég allt að gera á morgun en í dag láku þessar hugmyndir út og allt í lagi með það. En á morgun hef ég semsagt hugsað mér að segja mig úr þingflokki Framsóknarflokksins og úr Framsóknarflokknum og útskýra það á minn hátt með grein sem ég ætla að birta á vefnum." Þrír menn sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi, eftir grein sem formaður Framsóknar birti í Morgunblaðinu. Er það vísbendingum að það sé rúm fyrir nýjan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum? „Já, það er vísbending um það. Og ég held reyndar að þetta sé í öðrum flokkum og meðal óflokksbundinna. Ég hef orðið var við það mjög víða, að það er krafa um þennan valkost. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnaðan, grænan miðjuflokk. Og ég finn þá kröfu í sjálfum mér af því mér fannst mjög leiðinlegt að uppgötva það að ég var ekki í slíkum flokki. Og þá vissi ég að ég þyrfti að fara úr honum." Guðmundur hefur ekki rætt málið sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins en segist hafa rætt þetta við aðra framsóknarmenn. Guðmundur verður utan flokka á meðan hann hefur ekki formlega stofnað hinn nýja flokk og verður því óháður þingmaður fyrst um sinn. Hann segir að það séu ekki aðrir þingmenn með honum í stofnun hins nýja flokks, en kallar eftir liðsstyrk annarra sem deila sömu hugsjónum. Einhverjar hugmyndir að nafni, Miðjuflokkurinn t.d? „Það eru ekki komnar neinar hugmyndir að nafni, en þetta er hins vegar ein mikilvægasta spurningin," segir Guðmundur Steingrímsson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni í ársbyrjun 2009, hefur verið óánægður innan flokksins í nokkurn tíma og ekki talið sig eiga samleið með hugmyndafræði flokksforystunnar. Þar vega Evrópumálin þungt en Guðmundur hefur ekki verið sammála formanni flokksins í því máli. Þá er mörgum eflaust minnisstætt að Guðmundur greiddi ekki atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina hinn 13. apríl sl. sem margir þingmenn Framsóknar studdu og gerði Guðmundur grein fyrir atkvæði sínu með þeim orðum að hann ætlaði „ekki að taka þátt í þessum leikaraskap." Guðmundur þú ert að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna? „Ég myndi frekar segja að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera." Hefurðu tilkynnt formanni flokksins formlega um úrsögn þína úr flokknum? „Nei, þetta ætla ég allt að gera á morgun en í dag láku þessar hugmyndir út og allt í lagi með það. En á morgun hef ég semsagt hugsað mér að segja mig úr þingflokki Framsóknarflokksins og úr Framsóknarflokknum og útskýra það á minn hátt með grein sem ég ætla að birta á vefnum." Þrír menn sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi, eftir grein sem formaður Framsóknar birti í Morgunblaðinu. Er það vísbendingum að það sé rúm fyrir nýjan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum? „Já, það er vísbending um það. Og ég held reyndar að þetta sé í öðrum flokkum og meðal óflokksbundinna. Ég hef orðið var við það mjög víða, að það er krafa um þennan valkost. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnaðan, grænan miðjuflokk. Og ég finn þá kröfu í sjálfum mér af því mér fannst mjög leiðinlegt að uppgötva það að ég var ekki í slíkum flokki. Og þá vissi ég að ég þyrfti að fara úr honum." Guðmundur hefur ekki rætt málið sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins en segist hafa rætt þetta við aðra framsóknarmenn. Guðmundur verður utan flokka á meðan hann hefur ekki formlega stofnað hinn nýja flokk og verður því óháður þingmaður fyrst um sinn. Hann segir að það séu ekki aðrir þingmenn með honum í stofnun hins nýja flokks, en kallar eftir liðsstyrk annarra sem deila sömu hugsjónum. Einhverjar hugmyndir að nafni, Miðjuflokkurinn t.d? „Það eru ekki komnar neinar hugmyndir að nafni, en þetta er hins vegar ein mikilvægasta spurningin," segir Guðmundur Steingrímsson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira