Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. ágúst 2011 18:46 Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni í ársbyrjun 2009, hefur verið óánægður innan flokksins í nokkurn tíma og ekki talið sig eiga samleið með hugmyndafræði flokksforystunnar. Þar vega Evrópumálin þungt en Guðmundur hefur ekki verið sammála formanni flokksins í því máli. Þá er mörgum eflaust minnisstætt að Guðmundur greiddi ekki atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina hinn 13. apríl sl. sem margir þingmenn Framsóknar studdu og gerði Guðmundur grein fyrir atkvæði sínu með þeim orðum að hann ætlaði „ekki að taka þátt í þessum leikaraskap." Guðmundur þú ert að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna? „Ég myndi frekar segja að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera." Hefurðu tilkynnt formanni flokksins formlega um úrsögn þína úr flokknum? „Nei, þetta ætla ég allt að gera á morgun en í dag láku þessar hugmyndir út og allt í lagi með það. En á morgun hef ég semsagt hugsað mér að segja mig úr þingflokki Framsóknarflokksins og úr Framsóknarflokknum og útskýra það á minn hátt með grein sem ég ætla að birta á vefnum." Þrír menn sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi, eftir grein sem formaður Framsóknar birti í Morgunblaðinu. Er það vísbendingum að það sé rúm fyrir nýjan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum? „Já, það er vísbending um það. Og ég held reyndar að þetta sé í öðrum flokkum og meðal óflokksbundinna. Ég hef orðið var við það mjög víða, að það er krafa um þennan valkost. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnaðan, grænan miðjuflokk. Og ég finn þá kröfu í sjálfum mér af því mér fannst mjög leiðinlegt að uppgötva það að ég var ekki í slíkum flokki. Og þá vissi ég að ég þyrfti að fara úr honum." Guðmundur hefur ekki rætt málið sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins en segist hafa rætt þetta við aðra framsóknarmenn. Guðmundur verður utan flokka á meðan hann hefur ekki formlega stofnað hinn nýja flokk og verður því óháður þingmaður fyrst um sinn. Hann segir að það séu ekki aðrir þingmenn með honum í stofnun hins nýja flokks, en kallar eftir liðsstyrk annarra sem deila sömu hugsjónum. Einhverjar hugmyndir að nafni, Miðjuflokkurinn t.d? „Það eru ekki komnar neinar hugmyndir að nafni, en þetta er hins vegar ein mikilvægasta spurningin," segir Guðmundur Steingrímsson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni í ársbyrjun 2009, hefur verið óánægður innan flokksins í nokkurn tíma og ekki talið sig eiga samleið með hugmyndafræði flokksforystunnar. Þar vega Evrópumálin þungt en Guðmundur hefur ekki verið sammála formanni flokksins í því máli. Þá er mörgum eflaust minnisstætt að Guðmundur greiddi ekki atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina hinn 13. apríl sl. sem margir þingmenn Framsóknar studdu og gerði Guðmundur grein fyrir atkvæði sínu með þeim orðum að hann ætlaði „ekki að taka þátt í þessum leikaraskap." Guðmundur þú ert að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna? „Ég myndi frekar segja að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera." Hefurðu tilkynnt formanni flokksins formlega um úrsögn þína úr flokknum? „Nei, þetta ætla ég allt að gera á morgun en í dag láku þessar hugmyndir út og allt í lagi með það. En á morgun hef ég semsagt hugsað mér að segja mig úr þingflokki Framsóknarflokksins og úr Framsóknarflokknum og útskýra það á minn hátt með grein sem ég ætla að birta á vefnum." Þrír menn sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi, eftir grein sem formaður Framsóknar birti í Morgunblaðinu. Er það vísbendingum að það sé rúm fyrir nýjan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum? „Já, það er vísbending um það. Og ég held reyndar að þetta sé í öðrum flokkum og meðal óflokksbundinna. Ég hef orðið var við það mjög víða, að það er krafa um þennan valkost. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnaðan, grænan miðjuflokk. Og ég finn þá kröfu í sjálfum mér af því mér fannst mjög leiðinlegt að uppgötva það að ég var ekki í slíkum flokki. Og þá vissi ég að ég þyrfti að fara úr honum." Guðmundur hefur ekki rætt málið sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins en segist hafa rætt þetta við aðra framsóknarmenn. Guðmundur verður utan flokka á meðan hann hefur ekki formlega stofnað hinn nýja flokk og verður því óháður þingmaður fyrst um sinn. Hann segir að það séu ekki aðrir þingmenn með honum í stofnun hins nýja flokks, en kallar eftir liðsstyrk annarra sem deila sömu hugsjónum. Einhverjar hugmyndir að nafni, Miðjuflokkurinn t.d? „Það eru ekki komnar neinar hugmyndir að nafni, en þetta er hins vegar ein mikilvægasta spurningin," segir Guðmundur Steingrímsson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira