Enski boltinn

Drogba er ekki í neinni fýlu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er endalaust slúðrað um að Didier Drogba sé ósáttur í herbúðum Chelsea og hann hefur ekki undan að neita slíkum sögusögnum í fjölmiðlum.

Tilkoma Torres til Chelsea hefur aðeins breytt landslaginu hjá félaginu en Drogba segist vera sáttur.

"Þessar sögusagnir verða alltaf á lofti. Ég endurtek samt að eg er sáttur við stöðuna. Það er ekkert óeðlilegt við að félagið kaupi nýjan framherja enda metnaðarfullt félag sem berst á mörgum vígstöðvum," sagði Drogba sem hefur ekki skorað í síðustu níu leikjum með liðinu.

"Ég er ánægður og stuðningsmennirnir vita að ég gef alltaf 100 prósent í leikina. Það skiptir mestu máli. Það sjá allir hversu mikið ég legg mig fram fyrir málstaðinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×