Enski boltinn

Rio spilar hugsanlega ekki meira í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio Ferdinand hefur misst af mörgum leikjum Man. Utd í vetur vegna meiðsla og nú gæti farið svo að hann spili hreinlega ekki meira á þessu tímabili.

Rio meiddist á kálfa í upphitun gegn Wolves í byrjun febrúar og hefur ekkert leikið síðan.

"Rio hefur verið frá síðustu vikur og það lítur ekki vel út með framhaldið," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.

"Hann er ekki enn byrjaður að æfa og við verðum heppnir ef hann spilar meira á þessu tímabili."

Það mun því mæða meira á Chris Smalling og Wes Brown næstu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×