Innlent

Tveir stórir borgarísjakar út af Vestfjörðum

Mynd/Vilhelm
Tveir stórir borgarísjakar eru á siglingaleiðum út af Vestfjörðum og getur skipum og bátum stafað hætta af þeim. Annar er út af Ísafjarðardjúpi, um það bil níu sjómílur frá landi, og hinn út af Dýrafirði aðeins sex og hálfa sjómílu frá landi.

Farið er að brotna úr jökunum , en brotin sjást  illa í ratsjám þannig að þau geta verið hættuleg sjófarendum, einkum litlum fiskibátum. Margar tilkynningar hafa borist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um jakana, en ekki hefur sést til ísbjarna á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×