Innlent

Neyðarkall ömmu vekur gríðarlega athygli á Facebook

Vigdís Óskarsdóttir, amma sextán ára gamals drengs sem þjáist af bandvefssjúkdómnum Alportsyndrome, sendi í gær út neyðarkall á Facebook þar sem óskað er eftir nýrnagjafa. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og tugir manna hafa tjáð sig á síðunni og boðið fram aðstoð sína.

Vigdís segir að Sævar hafi lengi barist við sjúkdóminn en að á þessu ári hafi hann versnað. Hún segir að hann sé of veikur til þess að þola nýrnaígræðslu strax en að kviðskilun komi með að styrkja hann aðeins með tímanum fram að ígræðslu. „Nú þegar er búið að athuga flesta ættingja sem buðu sig fram sem gjafa en enginn þeirra talinn kjörinn,“ segir Vigdís.

„Allir sem eru í blóðflokki A eða O eru mögulegir gjafar, skyldleiki er ekki nauðsyn. (Ef einhver góðhjartaður heilbrigður einstaklingur er tilbúinn að bjarga mannslífi þá getur sá sami haft samband við mig),“ bætir hún við.

Að auki hefur Vigdís hafið söfnun til styrktar drengnum en móðir hans er einstæð og því kemur hver króna sér vel í baráttunni. Styrktarreikningur er: 0301-26-009976

Kt : 220976-5999 (móðir Sævars)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×