Innlent

Mál þriggja Kaupþingstoppa fyrir héraðsdómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Mynd/ Valli.
Mál þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um er að ræða þá Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, Magnús Guðmundsson, sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, og Steingrím P. Kárason, sem var meðal annars framkvæmdastjóri áhættustýringar.

Málin snúast öll um að rifta ákvörðun sem stjórnendur bankans tóku rétt fyrir hrun um að aflétta persónulegum ábyrgðum á lánum sem áttatíu starfsmenn bankans fengu fyrir hlutabréfakaupum í bankanum. Upphæð lánanna nam 32 milljörðum, en þar af voru um 15 milljarðar veittir að láni með persónulegum ábyrgðum.

Þegar hefur verið dæmt í fjórum málum af þessu tagi og í öllum tilfellum var gjörningnum rift þannig að starfsmennirnir standa eftir með persónulegar ábyrgðir.

Greinargerðir voru lagðar fram í málum þeirra Sigurðar, Magnúsar og Steingríms í morgun, en búist er við því að málflutningur geti farið fram fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×