Innlent

Þór leggur úr höfn í dag

Nýja varðskipið Þór, leggur að öllu óbreyttu af stað heim frá skipasmíðastöð í Chile í dag, og er þá væntanlegt til landsins eftir mánuð. Ekkert varðskip hefur verið á Íslandsmiðum í sumar. Týr hefur nú stutta viðkomu í Reykjavíkurhöfn en heldur brátt áfram í leiguverkefni við fiskveiðieftirlit fyrir Evrópusambandið. Ægir er í verkefni í Miðjarðarhafinu fyrir Evrópsku landamærastofnunina og Dash, eftirlitsflugvél Gæslunnar er líka í leiguverkefni ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×