Innlent

Samþykkja að reisa minnismerki um fyrstu alþingiskonuna

Ingibjörg H. Bjarnason
Ingibjörg H. Bjarnason
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að heiðra minningu Ingibjargar H. Bjarnason, fyrsta alþingismanns Íslendinga úr hópi kvenna, með því að hefja undirbúning að gerð minnismerkis, sem valinn verði staður á áberandi stað í borginni.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Í ræðu Kjartans sagði meðal annars að síðastliðinn sunnudag, 30. október, voru sjötíu ár liðin frá andláti Ingibjargar H. Bjarnason, fyrsta alþingismanns Íslendinga úr hópi kvenna.

Ingibjörg er tvímælalaust í hópi merkustu Íslendinga síðustu aldar en hún barðist ötullega fyrir réttindum kvenna og ýmsum öðrum framfaramálum. Var Ingibjörg brautryðjandi á sviði menntamála, heilbrigðismála, almannatrygginga réttindamála kvenna, íþróttamála, félagsmála og menningarmála.

Ingibjörg fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 14. desember 1868. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1882 og stundaði framhaldsnám Kaupmannahöfn, Sviss og Þýskalandi, einkum á sviði uppeldis- og kennslumála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×