Nota úrgang til að knýja þúsund bíla 29. apríl 2011 04:00 Áburður úr svínabúi Stjörnugríss í Melasveit, auk úrgangs frá búi fyrirtækisins á Kjalarnesi, kann að verða nýttur til framleiðslu á metangasi. Fréttablaðið/GVA Dofri Hermannsson Fyrir lok næsta árs er stefnt að opnun fyrsta metanorkuversins hér á landi sem nýtir lífrænan úrgang til framleiðslu á metangasi. Í dag verður skrifað undir viljayfirlýsingu Stjörnugríss og Metanorku hf., dótturfélags Íslenska gámafélagsins, um að kanna vænleika þess að nýta úrgang frá svínabúi Stjörnugríss að Melum í Melasveit til framleiðslu og sölu metans. Metanorkuverið að Melum á að verða fyrst í heimi til að nýta heitt vatn til að halda gerjunartanki við kjörhitastig. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segist lengi hafa haft hug á gasframleiðslu. Vegna hækkana á verði eldsneytis og korns séu aðstæður nú með þeim hætti að verkefnið sé fýsilegt. „Þetta er skref í þá átt að gera búið sem sjálfbærast,“ segir hann, en við afgösun verður áburðurinn betri og lyktarminni. Hann verður nýttur til að rækta korn handa svínunum og ökutækjum búsins breytt til að nýta gasið. Kostnaður við gerð orkuversins er talinn nema 350 til 400 milljónum króna. Geir telur verkefnið engu að síður hagkvæmt, bæði þjóðhagslega og fyrir búið. „Með þessu spörum við gjaldeyri upp á að minnsta kosti 120 milljónir á ári. Til þess að gera þetta mögulegt þá þarf ákveðna stærðarhagkvæmni og hún er til staðar á þessu svæði. Þarna er líka pláss til kornræktar og í leiðinni leysum við mál varðandi lyktmengun og annað. Þetta er grænt og vænt í alla staði.“ Metanorka setur svo upp gassölustöð þar sem aðrir geta fyllt á bíla sína. „Við sjáum fyrir okkur að svona orkustöðvar rísi í öllum landshlutum á næstu fimm árum,“ segir Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku. Framleiðslugeta búsins á að verða allt að 1,3 milljónir rúmmetra (Nm3) af metani, en það jafngildir tæplega einni og hálfri milljón lítra af bensíni. „Slík framleiðsla nemur ársnotkun um eitt þúsund meðalstórra fjölskyldubíla,“ segir Dofri og kveður frumathuganir benda til þess að rekstrargrundvöllur sé fyrir verkefninu. Hann segir það hafa verið kynnt sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og fengið jákvæðar undirtektir. olikr@frettabladid.isGeir Gunnar Geirsson Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Dofri Hermannsson Fyrir lok næsta árs er stefnt að opnun fyrsta metanorkuversins hér á landi sem nýtir lífrænan úrgang til framleiðslu á metangasi. Í dag verður skrifað undir viljayfirlýsingu Stjörnugríss og Metanorku hf., dótturfélags Íslenska gámafélagsins, um að kanna vænleika þess að nýta úrgang frá svínabúi Stjörnugríss að Melum í Melasveit til framleiðslu og sölu metans. Metanorkuverið að Melum á að verða fyrst í heimi til að nýta heitt vatn til að halda gerjunartanki við kjörhitastig. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segist lengi hafa haft hug á gasframleiðslu. Vegna hækkana á verði eldsneytis og korns séu aðstæður nú með þeim hætti að verkefnið sé fýsilegt. „Þetta er skref í þá átt að gera búið sem sjálfbærast,“ segir hann, en við afgösun verður áburðurinn betri og lyktarminni. Hann verður nýttur til að rækta korn handa svínunum og ökutækjum búsins breytt til að nýta gasið. Kostnaður við gerð orkuversins er talinn nema 350 til 400 milljónum króna. Geir telur verkefnið engu að síður hagkvæmt, bæði þjóðhagslega og fyrir búið. „Með þessu spörum við gjaldeyri upp á að minnsta kosti 120 milljónir á ári. Til þess að gera þetta mögulegt þá þarf ákveðna stærðarhagkvæmni og hún er til staðar á þessu svæði. Þarna er líka pláss til kornræktar og í leiðinni leysum við mál varðandi lyktmengun og annað. Þetta er grænt og vænt í alla staði.“ Metanorka setur svo upp gassölustöð þar sem aðrir geta fyllt á bíla sína. „Við sjáum fyrir okkur að svona orkustöðvar rísi í öllum landshlutum á næstu fimm árum,“ segir Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku. Framleiðslugeta búsins á að verða allt að 1,3 milljónir rúmmetra (Nm3) af metani, en það jafngildir tæplega einni og hálfri milljón lítra af bensíni. „Slík framleiðsla nemur ársnotkun um eitt þúsund meðalstórra fjölskyldubíla,“ segir Dofri og kveður frumathuganir benda til þess að rekstrargrundvöllur sé fyrir verkefninu. Hann segir það hafa verið kynnt sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og fengið jákvæðar undirtektir. olikr@frettabladid.isGeir Gunnar Geirsson
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira