Rúnar: Kjartan má orðið ekki gera neitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2011 20:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, talar við dómara leiksins. Mynd/Vilhelm Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var vonsvikinn með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í Vesturbænum í kvöld. Hann var ósáttur við gult spjald Kjartans Henry Finnbogasonar sem verður í banni gegn Fylki í 21. umferðinni. „Ég er ekki ánægður að ná ekki nema einu stigi hér á heimavelli. Miðað við gang leiksins hefði ég talið að við ættum að sigra en Grindvíkingar veittu okkur samt sem áður harða keppni. Sköpuðu sér fullt af góðum færum líkt og við en ég held að við höfum verið mun sterkari aðilinn lengst af," sagði Rúnar um leikinn. KR-ingar fengu fjölmörg góð færi og Kjartan Henry líklega þau bestu. Í fyrri hálfleik skaut hann framhjá opnu marki úr örlítið þröngu færi. Í þeim síðari sýndi hann frábær tilþrif og spólaði sig í gegnum vörn Grindvíkinga. Í stað þess að skjóta virtist hann ætla að rekja boltann í markið og missti hann of langt frá sér. Kæruleysi að einhverr mati. „Það er erfitt að segja. Kannski var aðstaða hans ekki betri en svo að hann taldi sig þurfa að taka boltann með sér. Taldi sig ekki geta náð nægilega góðu skoti úr þeirri aðstöðu sem hann var í. Erfitt fyrir mig að dæma eftir að hafa séð það svona hratt í leiknum. Kjartan er vanur því að skora og munaði litlu núna," sagið Rúnar um framherja sinn sem farið hefur á kostum í sumar. Kjartan Henry fékk að líta gula spjaldið seint í leiknum. Hans áttunda í sumar og verður í leikbanni í 21. umferðinni gegn Fylki. „Já, hann má orðið ekki gera neitt þá fær hann spjald. Hann fær þetta spjald fyrir afar litlar sakir í restina. Það höfðu aðrar eins tæklingar flogið allan leikinn en svona er þetta bara. Stundum færðu spjald og stundum ekki. Óheppni fyrir hann og okkur að hann skuli lenda í þessu þegar leikurinn er nánast búinn," sagði Rúnar. Guðmundur Reynir Gunnarsson og Skúli Jón Friðgeirsson voru utan hóps í dag en þeir glíma við meiðsli. Rúnar segist ekki hafa meðvitað vilja spara þá fyrir leikinn gegn ÍBV á sunnudaginn. „Nei alls ekki. Þeir voru bara ekki tilbúnir í dag og ég gat ekki teflt þeim fram. Annars hefði ég spilað þeim," sagði Rúnar sem glímir við fleiri meiðslavandamál að loknum leiknum í kvöld. Gunnar Þór Gunnarsson, sem leysti stöðu vinstri bakvarðar í fjarveru Guðmundar Reynis, tognaði undir lok fyrri hálfleiks og var skipt af velli. Þrátt fyrir jafnteflið eru KR-ingar komnir á toppinn þar sem Eyjamenn töpuðu í Garðbænum. „Við fengum eitt stig og lyftum okkur á toppinn. Við erum ánægðir með það. Eins og ég hef sagt oft í sumar þá hugsum við um okkur sjálfa og reynum að ná í eins mörg stig og við getum. Ég hefði viljað fá þrjú en við fengum bara eitt. Við erum í ágætisstöðu samt sem áður," sagði Rúnar. Í fyrri hálfleik tilkynntu vallarþular að Stjarnan hefði náð forystu gegn Eyjamönnum snemma leiks. Rúnar kom þeim skilaboðum til vallarþulanna í hálfleik að uppfæra ekki gang mála í öðrum leikjum. „Engin ástæða til þess að hræra í hausnum á strákunum inni á vellinum. Þeir eiga bara að hugsa um sinn leik. Spila hann en ekki spá í hver staðan er í öðrum leikjum. Vissulega hefur staða leikja hjá FH og ÍBV áhrif á menn og ég vildi ekki að það hefði áhrif á þá," sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var vonsvikinn með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í Vesturbænum í kvöld. Hann var ósáttur við gult spjald Kjartans Henry Finnbogasonar sem verður í banni gegn Fylki í 21. umferðinni. „Ég er ekki ánægður að ná ekki nema einu stigi hér á heimavelli. Miðað við gang leiksins hefði ég talið að við ættum að sigra en Grindvíkingar veittu okkur samt sem áður harða keppni. Sköpuðu sér fullt af góðum færum líkt og við en ég held að við höfum verið mun sterkari aðilinn lengst af," sagði Rúnar um leikinn. KR-ingar fengu fjölmörg góð færi og Kjartan Henry líklega þau bestu. Í fyrri hálfleik skaut hann framhjá opnu marki úr örlítið þröngu færi. Í þeim síðari sýndi hann frábær tilþrif og spólaði sig í gegnum vörn Grindvíkinga. Í stað þess að skjóta virtist hann ætla að rekja boltann í markið og missti hann of langt frá sér. Kæruleysi að einhverr mati. „Það er erfitt að segja. Kannski var aðstaða hans ekki betri en svo að hann taldi sig þurfa að taka boltann með sér. Taldi sig ekki geta náð nægilega góðu skoti úr þeirri aðstöðu sem hann var í. Erfitt fyrir mig að dæma eftir að hafa séð það svona hratt í leiknum. Kjartan er vanur því að skora og munaði litlu núna," sagið Rúnar um framherja sinn sem farið hefur á kostum í sumar. Kjartan Henry fékk að líta gula spjaldið seint í leiknum. Hans áttunda í sumar og verður í leikbanni í 21. umferðinni gegn Fylki. „Já, hann má orðið ekki gera neitt þá fær hann spjald. Hann fær þetta spjald fyrir afar litlar sakir í restina. Það höfðu aðrar eins tæklingar flogið allan leikinn en svona er þetta bara. Stundum færðu spjald og stundum ekki. Óheppni fyrir hann og okkur að hann skuli lenda í þessu þegar leikurinn er nánast búinn," sagði Rúnar. Guðmundur Reynir Gunnarsson og Skúli Jón Friðgeirsson voru utan hóps í dag en þeir glíma við meiðsli. Rúnar segist ekki hafa meðvitað vilja spara þá fyrir leikinn gegn ÍBV á sunnudaginn. „Nei alls ekki. Þeir voru bara ekki tilbúnir í dag og ég gat ekki teflt þeim fram. Annars hefði ég spilað þeim," sagði Rúnar sem glímir við fleiri meiðslavandamál að loknum leiknum í kvöld. Gunnar Þór Gunnarsson, sem leysti stöðu vinstri bakvarðar í fjarveru Guðmundar Reynis, tognaði undir lok fyrri hálfleiks og var skipt af velli. Þrátt fyrir jafnteflið eru KR-ingar komnir á toppinn þar sem Eyjamenn töpuðu í Garðbænum. „Við fengum eitt stig og lyftum okkur á toppinn. Við erum ánægðir með það. Eins og ég hef sagt oft í sumar þá hugsum við um okkur sjálfa og reynum að ná í eins mörg stig og við getum. Ég hefði viljað fá þrjú en við fengum bara eitt. Við erum í ágætisstöðu samt sem áður," sagði Rúnar. Í fyrri hálfleik tilkynntu vallarþular að Stjarnan hefði náð forystu gegn Eyjamönnum snemma leiks. Rúnar kom þeim skilaboðum til vallarþulanna í hálfleik að uppfæra ekki gang mála í öðrum leikjum. „Engin ástæða til þess að hræra í hausnum á strákunum inni á vellinum. Þeir eiga bara að hugsa um sinn leik. Spila hann en ekki spá í hver staðan er í öðrum leikjum. Vissulega hefur staða leikja hjá FH og ÍBV áhrif á menn og ég vildi ekki að það hefði áhrif á þá," sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira