Rúnar: Kjartan má orðið ekki gera neitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2011 20:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, talar við dómara leiksins. Mynd/Vilhelm Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var vonsvikinn með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í Vesturbænum í kvöld. Hann var ósáttur við gult spjald Kjartans Henry Finnbogasonar sem verður í banni gegn Fylki í 21. umferðinni. „Ég er ekki ánægður að ná ekki nema einu stigi hér á heimavelli. Miðað við gang leiksins hefði ég talið að við ættum að sigra en Grindvíkingar veittu okkur samt sem áður harða keppni. Sköpuðu sér fullt af góðum færum líkt og við en ég held að við höfum verið mun sterkari aðilinn lengst af," sagði Rúnar um leikinn. KR-ingar fengu fjölmörg góð færi og Kjartan Henry líklega þau bestu. Í fyrri hálfleik skaut hann framhjá opnu marki úr örlítið þröngu færi. Í þeim síðari sýndi hann frábær tilþrif og spólaði sig í gegnum vörn Grindvíkinga. Í stað þess að skjóta virtist hann ætla að rekja boltann í markið og missti hann of langt frá sér. Kæruleysi að einhverr mati. „Það er erfitt að segja. Kannski var aðstaða hans ekki betri en svo að hann taldi sig þurfa að taka boltann með sér. Taldi sig ekki geta náð nægilega góðu skoti úr þeirri aðstöðu sem hann var í. Erfitt fyrir mig að dæma eftir að hafa séð það svona hratt í leiknum. Kjartan er vanur því að skora og munaði litlu núna," sagið Rúnar um framherja sinn sem farið hefur á kostum í sumar. Kjartan Henry fékk að líta gula spjaldið seint í leiknum. Hans áttunda í sumar og verður í leikbanni í 21. umferðinni gegn Fylki. „Já, hann má orðið ekki gera neitt þá fær hann spjald. Hann fær þetta spjald fyrir afar litlar sakir í restina. Það höfðu aðrar eins tæklingar flogið allan leikinn en svona er þetta bara. Stundum færðu spjald og stundum ekki. Óheppni fyrir hann og okkur að hann skuli lenda í þessu þegar leikurinn er nánast búinn," sagði Rúnar. Guðmundur Reynir Gunnarsson og Skúli Jón Friðgeirsson voru utan hóps í dag en þeir glíma við meiðsli. Rúnar segist ekki hafa meðvitað vilja spara þá fyrir leikinn gegn ÍBV á sunnudaginn. „Nei alls ekki. Þeir voru bara ekki tilbúnir í dag og ég gat ekki teflt þeim fram. Annars hefði ég spilað þeim," sagði Rúnar sem glímir við fleiri meiðslavandamál að loknum leiknum í kvöld. Gunnar Þór Gunnarsson, sem leysti stöðu vinstri bakvarðar í fjarveru Guðmundar Reynis, tognaði undir lok fyrri hálfleiks og var skipt af velli. Þrátt fyrir jafnteflið eru KR-ingar komnir á toppinn þar sem Eyjamenn töpuðu í Garðbænum. „Við fengum eitt stig og lyftum okkur á toppinn. Við erum ánægðir með það. Eins og ég hef sagt oft í sumar þá hugsum við um okkur sjálfa og reynum að ná í eins mörg stig og við getum. Ég hefði viljað fá þrjú en við fengum bara eitt. Við erum í ágætisstöðu samt sem áður," sagði Rúnar. Í fyrri hálfleik tilkynntu vallarþular að Stjarnan hefði náð forystu gegn Eyjamönnum snemma leiks. Rúnar kom þeim skilaboðum til vallarþulanna í hálfleik að uppfæra ekki gang mála í öðrum leikjum. „Engin ástæða til þess að hræra í hausnum á strákunum inni á vellinum. Þeir eiga bara að hugsa um sinn leik. Spila hann en ekki spá í hver staðan er í öðrum leikjum. Vissulega hefur staða leikja hjá FH og ÍBV áhrif á menn og ég vildi ekki að það hefði áhrif á þá," sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var vonsvikinn með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í Vesturbænum í kvöld. Hann var ósáttur við gult spjald Kjartans Henry Finnbogasonar sem verður í banni gegn Fylki í 21. umferðinni. „Ég er ekki ánægður að ná ekki nema einu stigi hér á heimavelli. Miðað við gang leiksins hefði ég talið að við ættum að sigra en Grindvíkingar veittu okkur samt sem áður harða keppni. Sköpuðu sér fullt af góðum færum líkt og við en ég held að við höfum verið mun sterkari aðilinn lengst af," sagði Rúnar um leikinn. KR-ingar fengu fjölmörg góð færi og Kjartan Henry líklega þau bestu. Í fyrri hálfleik skaut hann framhjá opnu marki úr örlítið þröngu færi. Í þeim síðari sýndi hann frábær tilþrif og spólaði sig í gegnum vörn Grindvíkinga. Í stað þess að skjóta virtist hann ætla að rekja boltann í markið og missti hann of langt frá sér. Kæruleysi að einhverr mati. „Það er erfitt að segja. Kannski var aðstaða hans ekki betri en svo að hann taldi sig þurfa að taka boltann með sér. Taldi sig ekki geta náð nægilega góðu skoti úr þeirri aðstöðu sem hann var í. Erfitt fyrir mig að dæma eftir að hafa séð það svona hratt í leiknum. Kjartan er vanur því að skora og munaði litlu núna," sagið Rúnar um framherja sinn sem farið hefur á kostum í sumar. Kjartan Henry fékk að líta gula spjaldið seint í leiknum. Hans áttunda í sumar og verður í leikbanni í 21. umferðinni gegn Fylki. „Já, hann má orðið ekki gera neitt þá fær hann spjald. Hann fær þetta spjald fyrir afar litlar sakir í restina. Það höfðu aðrar eins tæklingar flogið allan leikinn en svona er þetta bara. Stundum færðu spjald og stundum ekki. Óheppni fyrir hann og okkur að hann skuli lenda í þessu þegar leikurinn er nánast búinn," sagði Rúnar. Guðmundur Reynir Gunnarsson og Skúli Jón Friðgeirsson voru utan hóps í dag en þeir glíma við meiðsli. Rúnar segist ekki hafa meðvitað vilja spara þá fyrir leikinn gegn ÍBV á sunnudaginn. „Nei alls ekki. Þeir voru bara ekki tilbúnir í dag og ég gat ekki teflt þeim fram. Annars hefði ég spilað þeim," sagði Rúnar sem glímir við fleiri meiðslavandamál að loknum leiknum í kvöld. Gunnar Þór Gunnarsson, sem leysti stöðu vinstri bakvarðar í fjarveru Guðmundar Reynis, tognaði undir lok fyrri hálfleiks og var skipt af velli. Þrátt fyrir jafnteflið eru KR-ingar komnir á toppinn þar sem Eyjamenn töpuðu í Garðbænum. „Við fengum eitt stig og lyftum okkur á toppinn. Við erum ánægðir með það. Eins og ég hef sagt oft í sumar þá hugsum við um okkur sjálfa og reynum að ná í eins mörg stig og við getum. Ég hefði viljað fá þrjú en við fengum bara eitt. Við erum í ágætisstöðu samt sem áður," sagði Rúnar. Í fyrri hálfleik tilkynntu vallarþular að Stjarnan hefði náð forystu gegn Eyjamönnum snemma leiks. Rúnar kom þeim skilaboðum til vallarþulanna í hálfleik að uppfæra ekki gang mála í öðrum leikjum. „Engin ástæða til þess að hræra í hausnum á strákunum inni á vellinum. Þeir eiga bara að hugsa um sinn leik. Spila hann en ekki spá í hver staðan er í öðrum leikjum. Vissulega hefur staða leikja hjá FH og ÍBV áhrif á menn og ég vildi ekki að það hefði áhrif á þá," sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti