Lagst gegn flutningi hreindýra á Vestfirði 7. maí 2011 08:00 Sigmar B. Hauksson Einn helsti hvatamaður að flutningi hreindýrahjarðar til Vestfjarða er Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður Skotvís. „Þetta er einfaldlega kalt mat,“ segir Sigmar um það hvernig nálgast eigi ákvörðun í málinu. Mynd/Úr Einkasafni Hugmyndir um að flytja hreindýr til Vestfjarða til að styrkja atvinnulífið mæta harðri mótspyrnu sauðfjárræktenda og sérfræðings hjá Matvælastofnun. „Vitað er að hreindýr geta tekið ýmsa sauðfjársjúkdóma, má þar nefna garnaveiki, en einnig er líklegt að að hreindýr geti borið riðu ásamt ýmsum öðrum smitsjúkdómum. Með tilliti til þess hve rásgjörn og víðförul hreindýr eru ásamt því að girðingar, þar með taldar sauðfjárveikivarnarlínur, halda þeim ekki er ljóst að hætta er á að óbætanlegt tjón gæti hlotist af flutningi þessara dýra á Vestfirði,“ segir í umsögn sauðfjárveikivarnarnefndar Strandabyggðar til sveitarstjórna á Vestfjörðum. Í umsögn Þorsteins Ólafssonar, sérgreinalæknis hjá Matvælastofnun, er minnt á að heilbrigðasti sauðfjárstofn landsins sé á austanverðum Vestfjörðum. „Það eru því ekki aðeins hagsmunir bænda á því svæði í húfi að ekki berist þangað óæskilegir sjúkdómar, það skiptir alla sauðfjárrækt á Íslandi gríðarlega miklu máli,“ segir Þorsteinn. Þá er nefnd slysahætta og eyðilegging vegna ágangs hreindýra. Þorsteinn segir hreindýr ekki virða venjulegar girðingar. „Það er líklegt að þau myndu leita suður í Dali, alla vega á vissum árstímum, og jafnvel niður í Borgarfjörð,“ segir Þorsteinn, sem kveður slíkt flakk myndu ganga „gjörsamlega gegn öllum hagsmunum“ vegna varnarlína við sauðfjárveiki. Búnaðarsamband Vestfjarða hefur einnig lýst andstöðu við flutning hreindýra inn á svæðið. Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður Skotvís, segir andstöðuna byggða á misskilningi. „Íslenski hreindýrastofninn er einn sá heilbrigðasti í heimi. Það hefur aldrei fundist hreindýr sýkt af riðu eða garnaveiki svo sannað sé á Íslandi. Hreindýr eru í nánu samband við sauðfé á Austurlandi og ekki er það vandamál,“ segir Sigmar. Þá bendir Sigmar á að ferðamála- og umhverfisnefnd Reykhólahrepps ætli að láta kanna hvort hreindýr geti lifað á Vestfjörðum. Atvinnu- og ferðamálanefnd Vesturbyggðar skoði einnig málið. „Framsýnir menn fyrir vestan vilja einfaldlega rannsaka hvort þetta sé gerlegt. Vægi sauðfjárræktar hefur minnkað mjög mikið á Vestfjörðum og þar vantar sárlega atvinnutækifæri. Hjörð hreindýra gæti lengt ferðaþjónustutímabilið um tvo mánuði og það skilað minnst 500 milljóna króna tekjum. Menn eiga að skoða málin til hlítar áður en ákvörðun er tekin,“ segir Sigmar B. Hauksson. gar@frettabladid.is Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Hugmyndir um að flytja hreindýr til Vestfjarða til að styrkja atvinnulífið mæta harðri mótspyrnu sauðfjárræktenda og sérfræðings hjá Matvælastofnun. „Vitað er að hreindýr geta tekið ýmsa sauðfjársjúkdóma, má þar nefna garnaveiki, en einnig er líklegt að að hreindýr geti borið riðu ásamt ýmsum öðrum smitsjúkdómum. Með tilliti til þess hve rásgjörn og víðförul hreindýr eru ásamt því að girðingar, þar með taldar sauðfjárveikivarnarlínur, halda þeim ekki er ljóst að hætta er á að óbætanlegt tjón gæti hlotist af flutningi þessara dýra á Vestfirði,“ segir í umsögn sauðfjárveikivarnarnefndar Strandabyggðar til sveitarstjórna á Vestfjörðum. Í umsögn Þorsteins Ólafssonar, sérgreinalæknis hjá Matvælastofnun, er minnt á að heilbrigðasti sauðfjárstofn landsins sé á austanverðum Vestfjörðum. „Það eru því ekki aðeins hagsmunir bænda á því svæði í húfi að ekki berist þangað óæskilegir sjúkdómar, það skiptir alla sauðfjárrækt á Íslandi gríðarlega miklu máli,“ segir Þorsteinn. Þá er nefnd slysahætta og eyðilegging vegna ágangs hreindýra. Þorsteinn segir hreindýr ekki virða venjulegar girðingar. „Það er líklegt að þau myndu leita suður í Dali, alla vega á vissum árstímum, og jafnvel niður í Borgarfjörð,“ segir Þorsteinn, sem kveður slíkt flakk myndu ganga „gjörsamlega gegn öllum hagsmunum“ vegna varnarlína við sauðfjárveiki. Búnaðarsamband Vestfjarða hefur einnig lýst andstöðu við flutning hreindýra inn á svæðið. Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður Skotvís, segir andstöðuna byggða á misskilningi. „Íslenski hreindýrastofninn er einn sá heilbrigðasti í heimi. Það hefur aldrei fundist hreindýr sýkt af riðu eða garnaveiki svo sannað sé á Íslandi. Hreindýr eru í nánu samband við sauðfé á Austurlandi og ekki er það vandamál,“ segir Sigmar. Þá bendir Sigmar á að ferðamála- og umhverfisnefnd Reykhólahrepps ætli að láta kanna hvort hreindýr geti lifað á Vestfjörðum. Atvinnu- og ferðamálanefnd Vesturbyggðar skoði einnig málið. „Framsýnir menn fyrir vestan vilja einfaldlega rannsaka hvort þetta sé gerlegt. Vægi sauðfjárræktar hefur minnkað mjög mikið á Vestfjörðum og þar vantar sárlega atvinnutækifæri. Hjörð hreindýra gæti lengt ferðaþjónustutímabilið um tvo mánuði og það skilað minnst 500 milljóna króna tekjum. Menn eiga að skoða málin til hlítar áður en ákvörðun er tekin,“ segir Sigmar B. Hauksson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira