Ísland fimmta prúðasta knattspyrnuþjóðin í Evrópu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2011 16:00 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Mynd/Pjetur Ísland var í fimmta sæti á lista Knattspyrnusambands Evrópu yfir prúðustu knattspyrnuþjóðir álfunnar á síðasta tímabili. Efstu þrjár þjóðirnar fá aukasæti í Evrópudeild UEFA en það fellur í hlut Noregs, Englands og Svíþjóðar. Ár hvert tekur Knattspyrnusamband Evrópu saman ýmsa þætti sem ákveða niðurröðun listans. Tímabilið nær frá 1. maí til 30. apríl næsta árs og því nýbúið að gefa út listann fyrir síðasta tímabil. Prúðmennskan ræðst ekki bara af fjölda spjalda sem leikmenn ýmist landsliða eða félagsliða viðkomandi safna í alþjóðlegum keppnum, heldur einnig jákvæðni leikmanna, virðingu fyrir andstæðingum og dómurum sem og hegðun stuðningsmanna og starfsmanna liðanna. Þessir þættir eru metnir af eftirlitsmönnum UEFA hverju sinni. Ísland missti því naumlega af Evrópudeildarsætinu sem í boði er fyrir efstu þrjár þjóðirnar. Norðmenn voru efstir á listanum, þá Englendingar, Svíar, Danir og Íslendingar. Næstu þjóðir á eftir eru Þýskaland, Irland, Finnland, Holland og Frakkland. Neðstu þjóðirnar eru Liechtenstein, Lúxemborg, San Marínó, Albanía og loks Andorra sem rekur lestina sem svarti sauðurinn í knattspyrnufjölskyldu Evrópu. Fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag að Fulham muni líklega fá aukasæti Englendinga í keppninni. Chelsea er reyndar prúðasta liðið í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fulham komst í fyrra alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en Eiður Smári Guðjohnsen leikur með liðinu nú. Fótbolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Ísland var í fimmta sæti á lista Knattspyrnusambands Evrópu yfir prúðustu knattspyrnuþjóðir álfunnar á síðasta tímabili. Efstu þrjár þjóðirnar fá aukasæti í Evrópudeild UEFA en það fellur í hlut Noregs, Englands og Svíþjóðar. Ár hvert tekur Knattspyrnusamband Evrópu saman ýmsa þætti sem ákveða niðurröðun listans. Tímabilið nær frá 1. maí til 30. apríl næsta árs og því nýbúið að gefa út listann fyrir síðasta tímabil. Prúðmennskan ræðst ekki bara af fjölda spjalda sem leikmenn ýmist landsliða eða félagsliða viðkomandi safna í alþjóðlegum keppnum, heldur einnig jákvæðni leikmanna, virðingu fyrir andstæðingum og dómurum sem og hegðun stuðningsmanna og starfsmanna liðanna. Þessir þættir eru metnir af eftirlitsmönnum UEFA hverju sinni. Ísland missti því naumlega af Evrópudeildarsætinu sem í boði er fyrir efstu þrjár þjóðirnar. Norðmenn voru efstir á listanum, þá Englendingar, Svíar, Danir og Íslendingar. Næstu þjóðir á eftir eru Þýskaland, Irland, Finnland, Holland og Frakkland. Neðstu þjóðirnar eru Liechtenstein, Lúxemborg, San Marínó, Albanía og loks Andorra sem rekur lestina sem svarti sauðurinn í knattspyrnufjölskyldu Evrópu. Fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag að Fulham muni líklega fá aukasæti Englendinga í keppninni. Chelsea er reyndar prúðasta liðið í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fulham komst í fyrra alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en Eiður Smári Guðjohnsen leikur með liðinu nú.
Fótbolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira