Lífið

Glæsilegt í Hörpunni

Það vakti mikla athygli þegar það kvisaðist út að Björgólfur Guðmundsson væri á meðal gesta. Hann var auðvitað prúðbúinn með eiginkonu sinni, Þóru Hallgrímsson.
Fréttablaðið/Anton Brink
Það vakti mikla athygli þegar það kvisaðist út að Björgólfur Guðmundsson væri á meðal gesta. Hann var auðvitað prúðbúinn með eiginkonu sinni, Þóru Hallgrímsson. Fréttablaðið/Anton Brink
Tónlistar-og ráðstefnuhúsið Harpa var formlega vígt á föstudagskvöldið þegar haldnir voru opnunartónleikar í hinum glæsilega Eldborgarsal. Að þessu sinni var allt sýnt í beinni útsendingu.

Hinn rauði Eldborgarsalur var smekkfullur þegar blásið var til mikillar tónlistarveislu í tilefni af opnun tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Diddú, Dikta og Gus Gus voru meðal þeirra sem komu fram en annars er best að láta myndirnar tala sínu máli.

Arngrímur Fannar, verkefnastjóri tónlistarviðburða í Hörpu, ásamt bróður sínum, Einari Bárða, sem hyggst halda tónleika með Elvis Costello síðar á þessu ári í Hörpu.
Borgarfulltrúinn og Baggalúturinn Karl Sigurðsson ásamt kærustunni sinni Tobbu Marinós.
Þær voru kátar, Þorgerður Katrín og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þegar þær mættu í Hörpuna.
Dorrit forsetafrú skartaði sínu fegursta þegar hún mætti á opnunarhátíðina ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.