AGS ekki með reglur um kynferðisáreitni 5. nóvember 2011 05:00 Cynthia Enloe segir að skoða verði mál eins og mál Strauss-Kahn út frá stofnanamenningu og öðru. Þá hafi tímasetningin skipt máli fyrir margar stofnanir sem komu að málinu með beinum hætti. fréttablaðið/anton Segja mætti að það sé aðeins heppni að ekki hafi komið upp hneyksli tengt kynferðislegri áreitni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr en mál Dominique Strauss-Kahn kom upp í vor. Þetta segir Cynthia Enloe stjórnmálafræðingur og prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum. Enloe hélt fyrirlestur á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands í gær. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði engar reglur um kynferðislega áreitni og sagði Enloe það með ólíkindum. „Við erum að tala um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlega stofnun með tengingu við Sameinuðu þjóðirnar, árið 2011,“ sagði hún. Stofnunin nýtur því friðhelgi að því leyti að hún er undanþegin bandarískri vinnulöggjöf „en í henni er að finna ákvæði um að kynferðisleg áreitni sé brot á réttindum launþega“. Enloe segir nauðsynlegt að skoða fleira en bara þá sem komist í fyrirsagnir í blöðunum, líkt og Strauss-Kahn og Nafissatou Diallo, þernan sem sakaði hann um nauðgun, gerðu síðastliðið vor og sumar. „Við verðum að skoða umhverfið og menninguna innan stofnana,“ segir Enloe. Því þurfi að skoða hvað sé viðurkennt og talið í lagi innan stofnana. „Og við höfum komist að því að innan AGS var ákveðin karlmennskumenning ríkjandi.“ Þetta sé svokölluð alpha-karlmennska og hún hafi verið verðlaunuð og haft áhrif á hverjir komust áfram innan stofnunarinnar. Strauss-Kahn hafi verið gerður yfirmaður í stofnun sem umber og verðlaunar hans karlmennsku. „78,5 prósent allra stjórnenda innan AGS eru karlar. Það segir okkur eitthvað þegar aðeins einn af hverjum fimm stjórnendum er kona.“ Innan AGS er óformlegt tengslanet kvenna og hefur það til dæmis verið útbreidd vitneskja að konur innan sjóðsins ættu ekki að ganga í ákveðið stuttum pilsum. „Sú staðreynd að konur hafi vísvitandi skilið ákveðnar flíkur eftir í skápnum á hverjum morgni áður en þær mættu í vinnu hjá AGS er mjög afhjúpandi.“ Konur hafi líka varað hver aðra við því hvaða yfirmönnum þær ættu að vara sig á. Slíkt hið sama hafa hótelþernur lengi gert, segir Enloe, líkt og konur hafa gert frá því löngu áður en hugtakið kynferðisleg áreitni hafi orðið til. Eitt þeirra atriða sem þær hafa brýnt hver fyrir annarri er að þrífa herbergi með opið fram á gang. Hins vegar krefjast sum hótel þess að lokað sé, og þannig var það einmitt þegar Strauss-Kahn kom inn í herbergi sitt þegar Diallo var þar að þrífa 14. maí síðastliðinn. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Segja mætti að það sé aðeins heppni að ekki hafi komið upp hneyksli tengt kynferðislegri áreitni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr en mál Dominique Strauss-Kahn kom upp í vor. Þetta segir Cynthia Enloe stjórnmálafræðingur og prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum. Enloe hélt fyrirlestur á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands í gær. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði engar reglur um kynferðislega áreitni og sagði Enloe það með ólíkindum. „Við erum að tala um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlega stofnun með tengingu við Sameinuðu þjóðirnar, árið 2011,“ sagði hún. Stofnunin nýtur því friðhelgi að því leyti að hún er undanþegin bandarískri vinnulöggjöf „en í henni er að finna ákvæði um að kynferðisleg áreitni sé brot á réttindum launþega“. Enloe segir nauðsynlegt að skoða fleira en bara þá sem komist í fyrirsagnir í blöðunum, líkt og Strauss-Kahn og Nafissatou Diallo, þernan sem sakaði hann um nauðgun, gerðu síðastliðið vor og sumar. „Við verðum að skoða umhverfið og menninguna innan stofnana,“ segir Enloe. Því þurfi að skoða hvað sé viðurkennt og talið í lagi innan stofnana. „Og við höfum komist að því að innan AGS var ákveðin karlmennskumenning ríkjandi.“ Þetta sé svokölluð alpha-karlmennska og hún hafi verið verðlaunuð og haft áhrif á hverjir komust áfram innan stofnunarinnar. Strauss-Kahn hafi verið gerður yfirmaður í stofnun sem umber og verðlaunar hans karlmennsku. „78,5 prósent allra stjórnenda innan AGS eru karlar. Það segir okkur eitthvað þegar aðeins einn af hverjum fimm stjórnendum er kona.“ Innan AGS er óformlegt tengslanet kvenna og hefur það til dæmis verið útbreidd vitneskja að konur innan sjóðsins ættu ekki að ganga í ákveðið stuttum pilsum. „Sú staðreynd að konur hafi vísvitandi skilið ákveðnar flíkur eftir í skápnum á hverjum morgni áður en þær mættu í vinnu hjá AGS er mjög afhjúpandi.“ Konur hafi líka varað hver aðra við því hvaða yfirmönnum þær ættu að vara sig á. Slíkt hið sama hafa hótelþernur lengi gert, segir Enloe, líkt og konur hafa gert frá því löngu áður en hugtakið kynferðisleg áreitni hafi orðið til. Eitt þeirra atriða sem þær hafa brýnt hver fyrir annarri er að þrífa herbergi með opið fram á gang. Hins vegar krefjast sum hótel þess að lokað sé, og þannig var það einmitt þegar Strauss-Kahn kom inn í herbergi sitt þegar Diallo var þar að þrífa 14. maí síðastliðinn. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira