AGS ekki með reglur um kynferðisáreitni 5. nóvember 2011 05:00 Cynthia Enloe segir að skoða verði mál eins og mál Strauss-Kahn út frá stofnanamenningu og öðru. Þá hafi tímasetningin skipt máli fyrir margar stofnanir sem komu að málinu með beinum hætti. fréttablaðið/anton Segja mætti að það sé aðeins heppni að ekki hafi komið upp hneyksli tengt kynferðislegri áreitni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr en mál Dominique Strauss-Kahn kom upp í vor. Þetta segir Cynthia Enloe stjórnmálafræðingur og prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum. Enloe hélt fyrirlestur á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands í gær. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði engar reglur um kynferðislega áreitni og sagði Enloe það með ólíkindum. „Við erum að tala um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlega stofnun með tengingu við Sameinuðu þjóðirnar, árið 2011,“ sagði hún. Stofnunin nýtur því friðhelgi að því leyti að hún er undanþegin bandarískri vinnulöggjöf „en í henni er að finna ákvæði um að kynferðisleg áreitni sé brot á réttindum launþega“. Enloe segir nauðsynlegt að skoða fleira en bara þá sem komist í fyrirsagnir í blöðunum, líkt og Strauss-Kahn og Nafissatou Diallo, þernan sem sakaði hann um nauðgun, gerðu síðastliðið vor og sumar. „Við verðum að skoða umhverfið og menninguna innan stofnana,“ segir Enloe. Því þurfi að skoða hvað sé viðurkennt og talið í lagi innan stofnana. „Og við höfum komist að því að innan AGS var ákveðin karlmennskumenning ríkjandi.“ Þetta sé svokölluð alpha-karlmennska og hún hafi verið verðlaunuð og haft áhrif á hverjir komust áfram innan stofnunarinnar. Strauss-Kahn hafi verið gerður yfirmaður í stofnun sem umber og verðlaunar hans karlmennsku. „78,5 prósent allra stjórnenda innan AGS eru karlar. Það segir okkur eitthvað þegar aðeins einn af hverjum fimm stjórnendum er kona.“ Innan AGS er óformlegt tengslanet kvenna og hefur það til dæmis verið útbreidd vitneskja að konur innan sjóðsins ættu ekki að ganga í ákveðið stuttum pilsum. „Sú staðreynd að konur hafi vísvitandi skilið ákveðnar flíkur eftir í skápnum á hverjum morgni áður en þær mættu í vinnu hjá AGS er mjög afhjúpandi.“ Konur hafi líka varað hver aðra við því hvaða yfirmönnum þær ættu að vara sig á. Slíkt hið sama hafa hótelþernur lengi gert, segir Enloe, líkt og konur hafa gert frá því löngu áður en hugtakið kynferðisleg áreitni hafi orðið til. Eitt þeirra atriða sem þær hafa brýnt hver fyrir annarri er að þrífa herbergi með opið fram á gang. Hins vegar krefjast sum hótel þess að lokað sé, og þannig var það einmitt þegar Strauss-Kahn kom inn í herbergi sitt þegar Diallo var þar að þrífa 14. maí síðastliðinn. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Segja mætti að það sé aðeins heppni að ekki hafi komið upp hneyksli tengt kynferðislegri áreitni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr en mál Dominique Strauss-Kahn kom upp í vor. Þetta segir Cynthia Enloe stjórnmálafræðingur og prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum. Enloe hélt fyrirlestur á málþingi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands í gær. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði engar reglur um kynferðislega áreitni og sagði Enloe það með ólíkindum. „Við erum að tala um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlega stofnun með tengingu við Sameinuðu þjóðirnar, árið 2011,“ sagði hún. Stofnunin nýtur því friðhelgi að því leyti að hún er undanþegin bandarískri vinnulöggjöf „en í henni er að finna ákvæði um að kynferðisleg áreitni sé brot á réttindum launþega“. Enloe segir nauðsynlegt að skoða fleira en bara þá sem komist í fyrirsagnir í blöðunum, líkt og Strauss-Kahn og Nafissatou Diallo, þernan sem sakaði hann um nauðgun, gerðu síðastliðið vor og sumar. „Við verðum að skoða umhverfið og menninguna innan stofnana,“ segir Enloe. Því þurfi að skoða hvað sé viðurkennt og talið í lagi innan stofnana. „Og við höfum komist að því að innan AGS var ákveðin karlmennskumenning ríkjandi.“ Þetta sé svokölluð alpha-karlmennska og hún hafi verið verðlaunuð og haft áhrif á hverjir komust áfram innan stofnunarinnar. Strauss-Kahn hafi verið gerður yfirmaður í stofnun sem umber og verðlaunar hans karlmennsku. „78,5 prósent allra stjórnenda innan AGS eru karlar. Það segir okkur eitthvað þegar aðeins einn af hverjum fimm stjórnendum er kona.“ Innan AGS er óformlegt tengslanet kvenna og hefur það til dæmis verið útbreidd vitneskja að konur innan sjóðsins ættu ekki að ganga í ákveðið stuttum pilsum. „Sú staðreynd að konur hafi vísvitandi skilið ákveðnar flíkur eftir í skápnum á hverjum morgni áður en þær mættu í vinnu hjá AGS er mjög afhjúpandi.“ Konur hafi líka varað hver aðra við því hvaða yfirmönnum þær ættu að vara sig á. Slíkt hið sama hafa hótelþernur lengi gert, segir Enloe, líkt og konur hafa gert frá því löngu áður en hugtakið kynferðisleg áreitni hafi orðið til. Eitt þeirra atriða sem þær hafa brýnt hver fyrir annarri er að þrífa herbergi með opið fram á gang. Hins vegar krefjast sum hótel þess að lokað sé, og þannig var það einmitt þegar Strauss-Kahn kom inn í herbergi sitt þegar Diallo var þar að þrífa 14. maí síðastliðinn. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira