„Martröð í Reykjavík“ og „versti staður í heimi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. nóvember 2011 19:30 „Martröð í Reykjavík" og „versti staður í heimi, ég myndi ekki mæla með honum fyrir óvin minn" segja notendur vefsins TripAdvisor um verstu gistiheimilin í Reykjavík. Fréttastofan fór yfir bestu og verstu gistiheimilin samkvæmt umsögnum notenda vefsins. Fréttastofan kannaði umsagnir notenda um gistiheimili höfuðborgarsvæðinu á vefnum Trip Advisor, sem er einn sá vinsælasti sinnar tegundar á vefnum. Vinsælustu og óvinsælustu gistiheimilin voru könnuð, en aðeins tekin í könnunina heimili sem höfðu að minnsta kosti tíu umsagnir eða fleiri. Aðeins voru könnuð gistiheimili í eiginlegum skilningi með þrjú herbergi eða fleiri í útleigu. Þriðja besta gistiheimilið samkvæmt umsögnum notenda Trip Advisor er Butterfly Guesthouse á Ránargötu. Notendur lýsa því sem frábærum stað og afar vinalegum. Einn notandi segir staðinn „vinalegan, mjög miðsvæðis, snyrtilegan og heimilislegan". Annað besta gistiheimilið samkvæmt umsögnum er gistiheimilið Baldursbrá á Laufásvegi. Einn notandi segir staðinn „frábæran valkost".Gistiheimili Snorra kom best út Það gistiheimili sem kemur best út er gistiheimili Snorra á Snorrabraut. Einn notandi segir gistiheimilið „dásamlegt" og segir „veruna þar hafa gert dvölina í Reykjavík enn minnistæðari". Annar segir staðinn frábæran og hrósar sérstaklega morgunverðinum. Einn notandi sem segist hafa ferðast mjög víða segist „hvergi hafa fundið jafn góða þjónustu og hjá gistiheimili Snorra". En það væri auðvitað óskandi fyrir íslenska gistihúsaeigendur að allar umsagnir væru svona jákvæðar. Svo er hins vegar ekki, og einnig voru gistiheimilin sem fengið höfðu neikvæðustu umsagnirnar athuguð. Og það verður að segjast að sumar þeirra eru hreint skelfilegar. Það gistiheimili sem var í þriðja neðsta sætinu miðað við þau viðmið sem við studdumst við er gistiheimilið Víkingur Egilsborg. Einn notandi frá Spáni kvartar yfir því að herbergi sem hafi verið bókað hafi verið selt öðrum. Þá hafi maðurinn í móttökunni verið hrokafullur. Annar notandi frá Svíþjóð vartar líka undan hrokafullum manni í móttökunni og að eigandinn hafi tilkynnt við greiðslu að hann tæki 5 prósenta þóknun ef greitt væri með greiðslukorti. Í næstneðsta sætinu er Adam Hótel á Skólavörðustíg. Einn notandi kvartar undan skítugum herbergjum og lélegri þjónustu, en hrósar staðsetningunni. Notandi fjrá Finnlandi segir að gistiheimilið hafi gefið upp falskar upplýsingar um myndir og staðurinn hafi engan veginn staðist væntingar miðað við gefnar upplýsingar.„Versti staður í heimi, ég myndi ekki mæla með honum við óvin minn" En botninn skrapar Travel Inn Guesthouse, á Sóleyjargötu og Brautarholti. Einn notandi frá Svíþjóð segir: „Versti staður í heimi, ég myndi ekki mæla með honum við óvin minn. Staðurinn var mjög skítugur, sérstaklega klósettið og eldhúsið." Notandi frá Bretlandi vandar gistiheimilinu ekki kveðjurnar og segir það „algjörlega djöfullegt" Þá segir hann morgunverðinn átakanlega slakan og birtir þessa mynd með. Einn annar notandi er ekkert skafa utan af því og segir dvölina þarna hafa verið „martröð í Reykjavík." Þá segir hann staðinn vera lítinn og skítugan. Morgunverðurinn sé slæmur, en verstur sé þó eigandinn. Og við þetta er svo að bæta að fréttastofa óskaði eftir viðtali við eiganda Travel Inn í dag, en hann var ekki tilbúinn í viðtal. Hann sagði að slæmar umsagnir notenda á TripAdvisor meðal annars skýrast af því að gistiheimilið hefði strangar reglur um hljóð seint á kvöldin, en hann sagði fyllerí ekki liðið á gistiheimilinu. Þá sagði hann verðið mjög lágt og það væri stöðugur straumur af ferðamönnum allan ársins hring. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Martröð í Reykjavík" og „versti staður í heimi, ég myndi ekki mæla með honum fyrir óvin minn" segja notendur vefsins TripAdvisor um verstu gistiheimilin í Reykjavík. Fréttastofan fór yfir bestu og verstu gistiheimilin samkvæmt umsögnum notenda vefsins. Fréttastofan kannaði umsagnir notenda um gistiheimili höfuðborgarsvæðinu á vefnum Trip Advisor, sem er einn sá vinsælasti sinnar tegundar á vefnum. Vinsælustu og óvinsælustu gistiheimilin voru könnuð, en aðeins tekin í könnunina heimili sem höfðu að minnsta kosti tíu umsagnir eða fleiri. Aðeins voru könnuð gistiheimili í eiginlegum skilningi með þrjú herbergi eða fleiri í útleigu. Þriðja besta gistiheimilið samkvæmt umsögnum notenda Trip Advisor er Butterfly Guesthouse á Ránargötu. Notendur lýsa því sem frábærum stað og afar vinalegum. Einn notandi segir staðinn „vinalegan, mjög miðsvæðis, snyrtilegan og heimilislegan". Annað besta gistiheimilið samkvæmt umsögnum er gistiheimilið Baldursbrá á Laufásvegi. Einn notandi segir staðinn „frábæran valkost".Gistiheimili Snorra kom best út Það gistiheimili sem kemur best út er gistiheimili Snorra á Snorrabraut. Einn notandi segir gistiheimilið „dásamlegt" og segir „veruna þar hafa gert dvölina í Reykjavík enn minnistæðari". Annar segir staðinn frábæran og hrósar sérstaklega morgunverðinum. Einn notandi sem segist hafa ferðast mjög víða segist „hvergi hafa fundið jafn góða þjónustu og hjá gistiheimili Snorra". En það væri auðvitað óskandi fyrir íslenska gistihúsaeigendur að allar umsagnir væru svona jákvæðar. Svo er hins vegar ekki, og einnig voru gistiheimilin sem fengið höfðu neikvæðustu umsagnirnar athuguð. Og það verður að segjast að sumar þeirra eru hreint skelfilegar. Það gistiheimili sem var í þriðja neðsta sætinu miðað við þau viðmið sem við studdumst við er gistiheimilið Víkingur Egilsborg. Einn notandi frá Spáni kvartar yfir því að herbergi sem hafi verið bókað hafi verið selt öðrum. Þá hafi maðurinn í móttökunni verið hrokafullur. Annar notandi frá Svíþjóð vartar líka undan hrokafullum manni í móttökunni og að eigandinn hafi tilkynnt við greiðslu að hann tæki 5 prósenta þóknun ef greitt væri með greiðslukorti. Í næstneðsta sætinu er Adam Hótel á Skólavörðustíg. Einn notandi kvartar undan skítugum herbergjum og lélegri þjónustu, en hrósar staðsetningunni. Notandi fjrá Finnlandi segir að gistiheimilið hafi gefið upp falskar upplýsingar um myndir og staðurinn hafi engan veginn staðist væntingar miðað við gefnar upplýsingar.„Versti staður í heimi, ég myndi ekki mæla með honum við óvin minn" En botninn skrapar Travel Inn Guesthouse, á Sóleyjargötu og Brautarholti. Einn notandi frá Svíþjóð segir: „Versti staður í heimi, ég myndi ekki mæla með honum við óvin minn. Staðurinn var mjög skítugur, sérstaklega klósettið og eldhúsið." Notandi frá Bretlandi vandar gistiheimilinu ekki kveðjurnar og segir það „algjörlega djöfullegt" Þá segir hann morgunverðinn átakanlega slakan og birtir þessa mynd með. Einn annar notandi er ekkert skafa utan af því og segir dvölina þarna hafa verið „martröð í Reykjavík." Þá segir hann staðinn vera lítinn og skítugan. Morgunverðurinn sé slæmur, en verstur sé þó eigandinn. Og við þetta er svo að bæta að fréttastofa óskaði eftir viðtali við eiganda Travel Inn í dag, en hann var ekki tilbúinn í viðtal. Hann sagði að slæmar umsagnir notenda á TripAdvisor meðal annars skýrast af því að gistiheimilið hefði strangar reglur um hljóð seint á kvöldin, en hann sagði fyllerí ekki liðið á gistiheimilinu. Þá sagði hann verðið mjög lágt og það væri stöðugur straumur af ferðamönnum allan ársins hring.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira