Spáir mikið í falleg föt 3. febrúar 2011 08:00 Sigurður lumar á flottum flíkum í fataskápnum. Mynd/GVA Þetta er fallegur trefill og fallegt munstur, ég nota hann alltaf þegar kalt er í veðri," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, sem vakti athygli fyrir stuttu í sjónvarpsviðtali með gæðalegan trefil um hálsinn. Trefillinn er eftir íslenska fatahönnuðinn Munda Vonda og bað Sigurður um hann sérstaklega í sextugsafmælisgjöf. „Mér fannst trefillinn flottur þegar ég sá hann í búðinni og bað konuna mína um að gefa mér hann. Ég er frekar klassískur í klæðavali en spái þó mikið í föt. Kannski má kalla það merkjasnobb, en það er ekki þannig, ég hef bara áhuga á fallegum fötum og góðum efnum," segir Sigurður sem lumar á flíkum eftir japanska tískuhönnuðinn Yamamoto í fataskápnum og frá íslenska merkinu Andersen & Lauth. „Ugglaust má kalla mig smekkmann," bætir hann kankvís við og útilokar ekki að kíkja aftur til Munda og bæta í fataskápinn. Treflarnir hafa rokið út hjá Munda eins og heitar lummur og eru nánast uppseldir. Hæstaréttarlögmenn eru allajafna ekki stærsti viðskiptavinahópur Munda en hann telur þá eiga fullt erindi í búðina til sín. „Það eru náttúrlega bara menn eins og Sigurður sem hafa efni á þessum treflum," segir Mundi hlæjandi, en trefillinn kostar 18.500 krónur og er nú á útsölu á 14.900 krónur. „Ég á alveg von á að það komi einhverjir tappar og versli hjá mér eftir að hafa séð hann með trefilinn. Menn í hans klassa eiga endilega að koma við hjá mér og finna eitthvað sniðugt á sig." heida@frettabladid.is Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Þetta er fallegur trefill og fallegt munstur, ég nota hann alltaf þegar kalt er í veðri," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, sem vakti athygli fyrir stuttu í sjónvarpsviðtali með gæðalegan trefil um hálsinn. Trefillinn er eftir íslenska fatahönnuðinn Munda Vonda og bað Sigurður um hann sérstaklega í sextugsafmælisgjöf. „Mér fannst trefillinn flottur þegar ég sá hann í búðinni og bað konuna mína um að gefa mér hann. Ég er frekar klassískur í klæðavali en spái þó mikið í föt. Kannski má kalla það merkjasnobb, en það er ekki þannig, ég hef bara áhuga á fallegum fötum og góðum efnum," segir Sigurður sem lumar á flíkum eftir japanska tískuhönnuðinn Yamamoto í fataskápnum og frá íslenska merkinu Andersen & Lauth. „Ugglaust má kalla mig smekkmann," bætir hann kankvís við og útilokar ekki að kíkja aftur til Munda og bæta í fataskápinn. Treflarnir hafa rokið út hjá Munda eins og heitar lummur og eru nánast uppseldir. Hæstaréttarlögmenn eru allajafna ekki stærsti viðskiptavinahópur Munda en hann telur þá eiga fullt erindi í búðina til sín. „Það eru náttúrlega bara menn eins og Sigurður sem hafa efni á þessum treflum," segir Mundi hlæjandi, en trefillinn kostar 18.500 krónur og er nú á útsölu á 14.900 krónur. „Ég á alveg von á að það komi einhverjir tappar og versli hjá mér eftir að hafa séð hann með trefilinn. Menn í hans klassa eiga endilega að koma við hjá mér og finna eitthvað sniðugt á sig." heida@frettabladid.is
Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira