Erlent

Austin Powers-stjarna fundin sek um hrottalega nauðgun

Joseph Son
Joseph Son
Joseph Son, lék í einni af Austin Powers-myndunum en í þeim var hann í hlutverki aðstoðarmanns Dr. Evil, sem var erkióvinur glaumgosans. Fáir þekkja víst nafnið en margir kannast við kauða þegar þeir sjá hann á mynd.

Það eru þó færri sem vita um fortíð leikarans en hann hefur nú verið fundinn sekur um hrottalega nauðgun.

Leikarinn nauðgaði og misþyrmdi tvítugri stúlku sem var numin á brott nálægt heimili sínu árið 1990.

Son var þó ekki handtekinn fyrr en 18 árum síðar eftir að DNA tengdi hann við nauðgunina. Hann var handtekinn fyrir þremur árum fyrir skemmdarverk og var þvingaður í DNA-töku. Þá kom hið rétta í ljós.

Saksóknarinn í málinu sagði að Son væri sadisti sem hefði ánægju af því að misþyrma fórnarlömbum sínum. Á meðan réttarhöldunum stóð sagði konan, sem er nú 41 árs, að Son hafi sagt við hana á meðan nauðguninni stóð: „Nú eru jól. Það er happadagur þinn."

Son gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×