Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Reykjavíkurvegar og Hraunbrúnar í Hafnarfirði um klukkan 16 fimmtudaginn 5. maí. Að sögn lögreglu var grænum pallbíl, með húsi yfir palli, ekið á reiðhjólamann sem var á leið yfir götuna umferðarljós eru á gatnamótunum.
Ökumaður pallbílsins ók brott af vettvangi norður Reykjavíkurveg, að talið er. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.
Umferðarslys í Hafnarfirði - leitað að vitnum
