Ríkissaksóknari beitir sér ekki vegna ísbjarnardráps 9. maí 2011 13:36 Ríkissaksóknari hyggst að óbreyttu ekkert aðhafast vegna ísbjarnardrápsins á Hornströndum í síðustu viku. Dýrafræðingur telur að lagaákvæði um friðun hvítabjarna hafi verið brotin. Samkvæmt lögum eru hvítabirnir friðaðir á Íslandi. Þó má fella hvítabjörn, sem gengið hefur á land, ef fólki og búfénaði er talin stafa hætta af. Ævar Petersen dýrafræðingur sagði í viðtali á Stöð 2 fyrir helgi að hvítabirnir væru friðaðir, það ætti að vera alger undantekning ef þeir væru felldir og mætti ekki verða almenna reglan. Ef það væri stefna stjórnvalda þyrfti að breyta lögunum. Björninn sem drepinn var á Hornströndum var á svæði þar sem hvorki er búseta fólks né búfénaður. Engu að síður var hann skotinn án þess að tilraun væri gerð til annarra ráðstafana. Á Svalbarða gilda þær reglur að menn forðast í lengstu lög að drepa ísbirni en gerist slíkt sætir það undantekningalaust opinberri rannsókn og ef ekki er sýnt fram á nauðvörn mega menn búast við ákæru. Embætti ríkissaksóknara hyggst ekki að óbreyttu beita sér fyrir slíku. Daði Kristjánsson saksóknari segir að þangað hafi ekki borist ábending né kæra um refsiverða háttsemi í þessu tilviki. Þar líti menn svo á að þetta hafi verið gert í samstarfi Umhverfisstofnunar og lögreglu til að koma í veg fyrir að hættuástand skapaðist. Ekkert hafi fram komið sem bendi til að hér hafi verið framin refsiverð háttsemi. Ef kæra bærist hins vegar um slíkt fengi hún viðeigandi skoðun. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ríkissaksóknari hyggst að óbreyttu ekkert aðhafast vegna ísbjarnardrápsins á Hornströndum í síðustu viku. Dýrafræðingur telur að lagaákvæði um friðun hvítabjarna hafi verið brotin. Samkvæmt lögum eru hvítabirnir friðaðir á Íslandi. Þó má fella hvítabjörn, sem gengið hefur á land, ef fólki og búfénaði er talin stafa hætta af. Ævar Petersen dýrafræðingur sagði í viðtali á Stöð 2 fyrir helgi að hvítabirnir væru friðaðir, það ætti að vera alger undantekning ef þeir væru felldir og mætti ekki verða almenna reglan. Ef það væri stefna stjórnvalda þyrfti að breyta lögunum. Björninn sem drepinn var á Hornströndum var á svæði þar sem hvorki er búseta fólks né búfénaður. Engu að síður var hann skotinn án þess að tilraun væri gerð til annarra ráðstafana. Á Svalbarða gilda þær reglur að menn forðast í lengstu lög að drepa ísbirni en gerist slíkt sætir það undantekningalaust opinberri rannsókn og ef ekki er sýnt fram á nauðvörn mega menn búast við ákæru. Embætti ríkissaksóknara hyggst ekki að óbreyttu beita sér fyrir slíku. Daði Kristjánsson saksóknari segir að þangað hafi ekki borist ábending né kæra um refsiverða háttsemi í þessu tilviki. Þar líti menn svo á að þetta hafi verið gert í samstarfi Umhverfisstofnunar og lögreglu til að koma í veg fyrir að hættuástand skapaðist. Ekkert hafi fram komið sem bendi til að hér hafi verið framin refsiverð háttsemi. Ef kæra bærist hins vegar um slíkt fengi hún viðeigandi skoðun.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira