Pöddur og skordýr í heimahúsum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2011 14:31 Geitungar eru fremur leiðinlegir gestir í heimahúsum. Mynd/ E. Ól. „Ef þú þekkir fyrirbærið þá þarftu ekki að vera með æsing, heldur bregðast rétt við,“ segir Þóra Hrafnsdóttir líffræðingur. Pöddur, eins og ryklús, hambjöllur, húsamaur, silfurskottur - og svo humlur og geitungar eru yfirleitt illa séðir gestir í heimahúsum. Þóra segir að sér finnist viðbrögð við slíkum gestum oft líkjast hysteríu. Þörf sé á meiri fræðslu um slík dýr. Hún ætlar að bæta úr þessu með fyrirlestri í sal Náttúrufræðistofu Kópavogsbæjar á morgun. „Auk þess vil ég gefa innsýn í það sem mér finnst vera heillandi heimur smádýra," segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra segir kjarna málsins vera þann að það þurfi að auka fræðslu um dýrin. „Það er svo lítið af dýrum hér á norðurhjara að við erum ekki eins vön að umgangast þau. Ég tel til dæmis útlendingar sem búa á meginlandi Evrópu kippi sér ekki eins upp við að sjá eitthvað svona innandyra,“ segir Þóra. Íbúar á meginlandinu þekki smádýrin betur og séu því síður hræddir við þau. „Við erum svo góðu vön af því að það eru svo fáar pöddur hérna og þegar við loksins sjáum eitthvað þá verður maður hræddur af því að maður þekkir það ekki,“ segir Þóra. Þóra segir að það sé algert grundvallaratriði að vita hvers konar smádýr maður er að fást við. „Ef þú veist það þá getur þú leitað þér upplýsinga um það hvar dýrið er helst að finna. Tengist þetta raka eða ekki? - Eða er þetta bara slæðingur utan úr garði? Ef þetta er eitthvað sem tengist raka þá er það að leita að uppsprettunni og laga það,“ segir Þóra. Með slíkum lagfæringum ætti dýrið að hverfa. Eins sé auðvelt að bregðast við ef dýrin tengist matvælum. Þá sé málið að fjarlægja matvælin sem um ræðir. Fyrirlestur Þóru verður í húsnæði Náttúrufræðistofu Kópavogs klukkan fimm á morgun. Erindið, er flutt í tengslum við Kópavogsdaga, menningarhátíð Kópavogs, sem nú stendur yfir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
„Ef þú þekkir fyrirbærið þá þarftu ekki að vera með æsing, heldur bregðast rétt við,“ segir Þóra Hrafnsdóttir líffræðingur. Pöddur, eins og ryklús, hambjöllur, húsamaur, silfurskottur - og svo humlur og geitungar eru yfirleitt illa séðir gestir í heimahúsum. Þóra segir að sér finnist viðbrögð við slíkum gestum oft líkjast hysteríu. Þörf sé á meiri fræðslu um slík dýr. Hún ætlar að bæta úr þessu með fyrirlestri í sal Náttúrufræðistofu Kópavogsbæjar á morgun. „Auk þess vil ég gefa innsýn í það sem mér finnst vera heillandi heimur smádýra," segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra segir kjarna málsins vera þann að það þurfi að auka fræðslu um dýrin. „Það er svo lítið af dýrum hér á norðurhjara að við erum ekki eins vön að umgangast þau. Ég tel til dæmis útlendingar sem búa á meginlandi Evrópu kippi sér ekki eins upp við að sjá eitthvað svona innandyra,“ segir Þóra. Íbúar á meginlandinu þekki smádýrin betur og séu því síður hræddir við þau. „Við erum svo góðu vön af því að það eru svo fáar pöddur hérna og þegar við loksins sjáum eitthvað þá verður maður hræddur af því að maður þekkir það ekki,“ segir Þóra. Þóra segir að það sé algert grundvallaratriði að vita hvers konar smádýr maður er að fást við. „Ef þú veist það þá getur þú leitað þér upplýsinga um það hvar dýrið er helst að finna. Tengist þetta raka eða ekki? - Eða er þetta bara slæðingur utan úr garði? Ef þetta er eitthvað sem tengist raka þá er það að leita að uppsprettunni og laga það,“ segir Þóra. Með slíkum lagfæringum ætti dýrið að hverfa. Eins sé auðvelt að bregðast við ef dýrin tengist matvælum. Þá sé málið að fjarlægja matvælin sem um ræðir. Fyrirlestur Þóru verður í húsnæði Náttúrufræðistofu Kópavogs klukkan fimm á morgun. Erindið, er flutt í tengslum við Kópavogsdaga, menningarhátíð Kópavogs, sem nú stendur yfir
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira