Innlent

Naumur tími er hindrun

Leifur þórsson
Leifur þórsson
„Þegar loksins var búið að framlengja opna tollkvótann í nautakjöti var búið að selja öðrum aðila nautakjötið sem ég ætlaði að kaupa erlendis. Ég þurfti þess vegna að byrja að því að leita að kjöti aftur. Og það er ekki eins og menn úti í heimi bíði eftir þessum viðskiptum.“

Þetta segir Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, vegna fréttatilkynningar frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um að opið sé fyrir innflutning nautakjöts á lækkuðum tollum. Þar segir að upphaflega hafi átt að vera opið fyrir innflutninginn frá 10. júní til 30. júlí. Heimild til innflutnings hafi hins vegar verið framlengd til 30. september.

„Það er alveg rétt að opið er fyrir innflutning ennþá en hann getur verið erfiðleikum háður þegar hann er mjög tímabundinn. Í fyrsta lagi þarf að sækja um leyfi fyrir hvern einasta framleiðanda ef maður hefur ekki flutt inn frá honum áður. Þegar slíkt samþykki hefur fengist, sem getur tekið tvær til þrjár vikur, þarf kjötið svo að vera í frysti í 30 daga áður en það er flutt inn. Ég benti strax á, hinn 9. júní, að þegar heimildin væri veitt í svona stuttan tíma, eins og gert var þegar tollkvótinn átti bara að vera opinn í rúman mánuð, væri ekki hægt að flytja kjötið inn. Það var hins vegar ekki tekin ákvörðun um framlengingu fyrr en 14. júlí. Þá byrjaði leit að kjöti á ný.“

- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×