Ráðherra segir allt Líbíumálið vera uppi á borðum 30. ágúst 2011 05:00 Össur Skarphéðinsson Nutu góðs af aðgerðum Nato Uppreisnarmenn ráða nú nær öllu í Líbíu, en þeir hefðu trauðla náð því án hjálpar NATO. Utanríkisráðherra segist ekkert hafa að fela vegna stuðnings Íslands við aðgerðir NATO. Flokksráð VG kallaði um helgina eftir því að rannsóknarnefnd tæki þá atburðarás til skoðunar.NordicPhotos/AFP Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að allt sé uppi á borðum varðandi stuðning Íslands í mars síðastliðnum við aðgerðir Atlantshafsbandalagsins (NATO) gegn hersveitum Gaddafís í Líbíu. Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (VG) ályktaði um málið um helgina og beindi því til Alþingis að skipuð yrði rannsóknarnefnd „til að rannsaka aðdraganda þess að Ísland samþykkti þessar aðgerðir“. „Þetta eru allavega óvenjuleg vinnubrögð,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið, spurður hvort í þessari ályktun fælist ádeila á ríkisstjórnina. Hann bætti því við að öll afgreiðsla á málinu hefði verið uppi á borðum og meðal annars rædd á þingi, í utanríkisnefnd og í ríkisstjórn. „Það er því ljóst að þegar ákvörðunin var tekin upphaflega voru engar upplýsingar um það að VG hefði aðrar skoðanir en ég á þessu máli. Það lá fyrir yfirlýsing Gaddafís um að fara með eldi og eimyrju gegn íbúum Bengasí og hann stóð bókstaflega í borgarhliðunum. Þegar ákvörðunin var svo framlengd [hinn 1. júní] var hún líka rædd á Alþingi og það var alveg skýrt að það væri yfirgnæfandi meirihluti á þingi með aðgerðinni. Það var sömuleiðis rætt í utanríkisnefnd og þar bókuðu VG andstöðu sína. En það er alveg skýrt að ég var ekki viðskila við vilja Alþingis í þessu máli.“ Össur bætir því við að ráðherrar VG hefði bókað andstöðu sína við aðgerðir NATO, en hann hefði sem utanríkisráðherra haft heimild til að taka ákvörðun um stuðning. En er hann mótfallinn stofnun rannsóknarnefndar um þessa rás atburða? „Það eru aðrir en ég sem hafa eitthvað að fela í þessu máli. Ég er síður en svo hræddur um að minn þáttur eða Samfylkingarinnar í þessu máli verði skoðaður. Ég segi þinginu aldrei fyrir verkum og ef þingið vill samþykkja svona ályktun stend ég ekki í vegi fyrir því. Það er hins vegar algjör óþarfi því að öll gögn málsins liggja fyrir og allt hefur verið uppi á borðum.“ Mun þetta mál hafa afleiðingar í samskiptum stjórnarflokkanna? „Ég mun halda áfram að stíga minn ástleitna dans við VG þrátt fyrir þetta.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Nutu góðs af aðgerðum Nato Uppreisnarmenn ráða nú nær öllu í Líbíu, en þeir hefðu trauðla náð því án hjálpar NATO. Utanríkisráðherra segist ekkert hafa að fela vegna stuðnings Íslands við aðgerðir NATO. Flokksráð VG kallaði um helgina eftir því að rannsóknarnefnd tæki þá atburðarás til skoðunar.NordicPhotos/AFP Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að allt sé uppi á borðum varðandi stuðning Íslands í mars síðastliðnum við aðgerðir Atlantshafsbandalagsins (NATO) gegn hersveitum Gaddafís í Líbíu. Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (VG) ályktaði um málið um helgina og beindi því til Alþingis að skipuð yrði rannsóknarnefnd „til að rannsaka aðdraganda þess að Ísland samþykkti þessar aðgerðir“. „Þetta eru allavega óvenjuleg vinnubrögð,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið, spurður hvort í þessari ályktun fælist ádeila á ríkisstjórnina. Hann bætti því við að öll afgreiðsla á málinu hefði verið uppi á borðum og meðal annars rædd á þingi, í utanríkisnefnd og í ríkisstjórn. „Það er því ljóst að þegar ákvörðunin var tekin upphaflega voru engar upplýsingar um það að VG hefði aðrar skoðanir en ég á þessu máli. Það lá fyrir yfirlýsing Gaddafís um að fara með eldi og eimyrju gegn íbúum Bengasí og hann stóð bókstaflega í borgarhliðunum. Þegar ákvörðunin var svo framlengd [hinn 1. júní] var hún líka rædd á Alþingi og það var alveg skýrt að það væri yfirgnæfandi meirihluti á þingi með aðgerðinni. Það var sömuleiðis rætt í utanríkisnefnd og þar bókuðu VG andstöðu sína. En það er alveg skýrt að ég var ekki viðskila við vilja Alþingis í þessu máli.“ Össur bætir því við að ráðherrar VG hefði bókað andstöðu sína við aðgerðir NATO, en hann hefði sem utanríkisráðherra haft heimild til að taka ákvörðun um stuðning. En er hann mótfallinn stofnun rannsóknarnefndar um þessa rás atburða? „Það eru aðrir en ég sem hafa eitthvað að fela í þessu máli. Ég er síður en svo hræddur um að minn þáttur eða Samfylkingarinnar í þessu máli verði skoðaður. Ég segi þinginu aldrei fyrir verkum og ef þingið vill samþykkja svona ályktun stend ég ekki í vegi fyrir því. Það er hins vegar algjör óþarfi því að öll gögn málsins liggja fyrir og allt hefur verið uppi á borðum.“ Mun þetta mál hafa afleiðingar í samskiptum stjórnarflokkanna? „Ég mun halda áfram að stíga minn ástleitna dans við VG þrátt fyrir þetta.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira