Erlent

Sonur Gaddafi vill gefast upp

Saadi Gaddafi.
Saadi Gaddafi. Mynd/AFP
Einn þriggja sona Gaddafi, Saadi Gaddafi, er reiðubúinn að gefa sig fram. Embættismaður innan stjórnar uppreisnarmanna í Líbíu sagði í dag að sonurinn hefði hringt til sín og spurt hvort hann gæti gefist upp. Þetta kemur fram á vefmiðli Al Jazeera.

Uppreisnarmaðurinn, Abdelhakim Belhaj, sagði soninn ekki vilja yfirgefa Líbíu. Hann vilji ræða við uppreisnarmenn um uppgjöf sína. Belhaj segir að komið verði fram við alla þá sem vilja gefast upp á sanngjarnan hátt. Jafnvel ef Gaddafi sjálfur gefur sig fram verður farið vel með hann. „Hann verður settur í gæsluvarðhald og fær að njóta viðunandi mannréttinda," sagði Belhaj.

Vefmiðill BBC skýrði frá því í dag að uppreisnarmenn í Líbíu hafi gefið stuðningsmönnum Gaddafi frest fram á laugardag til að gefast upp. Eftir það muni uppreisnarmenn beita hervaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×