Lífið

Endurkoma Banderas

Leikarinn Antonio Banderas verður hluti af leikarahópnum í myndinni He Loves Me en myndin er frá sömu leikstjórum og gerðu Little Miss Sunshine.
Leikarinn Antonio Banderas verður hluti af leikarahópnum í myndinni He Loves Me en myndin er frá sömu leikstjórum og gerðu Little Miss Sunshine.
Spænski hjartaknúsarinn Antonio Banderas hefur bæst í leikarahóp myndarinnar He Loves Me. Síðustu ár hefur Banderas ekki verið áberandi á hvíta tjaldinu nema þá helst rödd hans en Banderas talar fyrir stígvélaða köttinn í teiknimyndunum um tröllið Shrek.

Fólkið á bak við myndina He Loves Me eru leikstjórarnir Jonathan Dayton og Valerie Faris en þau gerðu Little Miss Sunshine sem sló í gegn fyrir nokkrum árum. Það er því mikil eftirvænting eftir næstu mynd frá leikstjóratvíeykinu. Leikararnir Paul Dano, Steve Coogan og Zoey Kazan fara með aðalhlutverk í myndinni sem fjallar um ungan rithöfund sem berst við ritstíflu með óvanalegum hætti.

He Loves Me er einungis á undirbúningsstigi og áætluð frumsýning er árið 2014. Banderas hefur því nógan tíma til að undirbúa sig fyrir endurkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.