Fótbolti

Guðlaugur Victor skoraði í sigri Hibernian

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson skoraði annað marka Hibernian þegar liðið vann 2-1 sigur á Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta mark Guðlaugs síðan að hann kom til Hibs í síðasta mánuði.

Akpo Sodje kom Hibernian í 1-0 á 52. mínútu en liðið fékk síðan vítaspyrnu á 70. mínútu leiksins eftir að Derek Riordan var felldur. Guðlaugur Victor steig fram og skoraði örugglega úr vítinu en hann sendi markvörðinn í öfugt horn.

Francis Dickoh, varnarmaður Hibernian, fékk á sig víti og rautt spjald aðeins fjórum mínútum síðar og Jamie Hamill minnkaði muninn úr vítinu. Hibernian hélt út og fagnaði flottum sigri.

Kilmarnock er í 4. sæti deildarinnar og var 17 stigum á undan Hibernian fyrir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×