Óeðlileg inngrip ráðherra 19. maí 2011 17:57 Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Róbert Reynisson „Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunar verði fimm í stað sjö. Um óeðlilegt inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag. Til stendur að skipa héreftir í stjórn Byggðastofnunar eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðnaðarráðherra skipi stjórnina eftir sem áður, en með hliðsjón af breyttu fjármálaumhverfi og tilkomu Bankasýslu ríkisins kemur til greina að fela valnefnd Bankasýslu ríkisins að tilnefna tvo stjórnarmenn. Auk þess hefur vísað til þess að breytingin feli í sér sparnað.Óttast breytingarnar Einar gefur lítið fyrir þessi rök og segir breytingarinnar skipta litlu máli fyrir rekstur Byggðastofnunar. „Í öðru lagi er vísað til þess að búið er að gera lagabreytingu um hæfni stjórnarmanna en það breytir engu um fjölda manna í stjórn Byggðastofnunar. Þannig að ég lít svo að um mjög óeðlilegt inngrip inn í endurskoðunarvinnu á hlutverki Byggðastofnunar sé að ræða. Ég skil einfaldlega ekki hvað býr þarna undir." Einar bendir á að Byggðastofnun sé ekki bara lánastofnun heldur sé stofnunni ekki síst ætlað að hafa yfirsýn yfir byggðamál í landinu. „Það hefur verið styrkur stofnunarinnar og þeirra starfsemi sem þar fer fram að stjórnarmenn hafa haft víðtæka yfirsýn í byggðarmálum. Ég óttast að þessar breytingar muni leiða til þess að þessa yfirsýn muni skorta."Hreyfingin bjarghringur stjórnarinnar Frumvarpið var samþykkt með tveggja atkvæða mun eftir aðra umræðu í dag. Þriðja umræða fer hugsanlega fram á morgun. Stjórandstaðan og þeir þingmenn sem sögðu skilið við VG nýverið greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. „Hreyfingin dró í raun og veru ríkisstjórnina að landi og hún var bjarghringurinn sem ríkisstjórnin hékk á í þessu máli. Athyglisvert er að ákveðnir stjórnarliðar voru ekki viðstaddir," segir Einar sem segist vita að innan stjórnarflokkanna sé ekki samstaða um þessar breytingar á stjórn Byggðastofnunar. Aðalfundur Byggðastofnunnar fer fram í næstu viku. Einar segir að fróðlegt verði að sjá hverjir veljist í stjórnina á fundinum. „Þá munum við sjá betur til hvers refirnir voru skornir.“ Tengdar fréttir Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunar verði fimm í stað sjö. Um óeðlilegt inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag. Til stendur að skipa héreftir í stjórn Byggðastofnunar eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðnaðarráðherra skipi stjórnina eftir sem áður, en með hliðsjón af breyttu fjármálaumhverfi og tilkomu Bankasýslu ríkisins kemur til greina að fela valnefnd Bankasýslu ríkisins að tilnefna tvo stjórnarmenn. Auk þess hefur vísað til þess að breytingin feli í sér sparnað.Óttast breytingarnar Einar gefur lítið fyrir þessi rök og segir breytingarinnar skipta litlu máli fyrir rekstur Byggðastofnunar. „Í öðru lagi er vísað til þess að búið er að gera lagabreytingu um hæfni stjórnarmanna en það breytir engu um fjölda manna í stjórn Byggðastofnunar. Þannig að ég lít svo að um mjög óeðlilegt inngrip inn í endurskoðunarvinnu á hlutverki Byggðastofnunar sé að ræða. Ég skil einfaldlega ekki hvað býr þarna undir." Einar bendir á að Byggðastofnun sé ekki bara lánastofnun heldur sé stofnunni ekki síst ætlað að hafa yfirsýn yfir byggðamál í landinu. „Það hefur verið styrkur stofnunarinnar og þeirra starfsemi sem þar fer fram að stjórnarmenn hafa haft víðtæka yfirsýn í byggðarmálum. Ég óttast að þessar breytingar muni leiða til þess að þessa yfirsýn muni skorta."Hreyfingin bjarghringur stjórnarinnar Frumvarpið var samþykkt með tveggja atkvæða mun eftir aðra umræðu í dag. Þriðja umræða fer hugsanlega fram á morgun. Stjórandstaðan og þeir þingmenn sem sögðu skilið við VG nýverið greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. „Hreyfingin dró í raun og veru ríkisstjórnina að landi og hún var bjarghringurinn sem ríkisstjórnin hékk á í þessu máli. Athyglisvert er að ákveðnir stjórnarliðar voru ekki viðstaddir," segir Einar sem segist vita að innan stjórnarflokkanna sé ekki samstaða um þessar breytingar á stjórn Byggðastofnunar. Aðalfundur Byggðastofnunnar fer fram í næstu viku. Einar segir að fróðlegt verði að sjá hverjir veljist í stjórnina á fundinum. „Þá munum við sjá betur til hvers refirnir voru skornir.“
Tengdar fréttir Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14