Óeðlileg inngrip ráðherra 19. maí 2011 17:57 Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Róbert Reynisson „Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunar verði fimm í stað sjö. Um óeðlilegt inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag. Til stendur að skipa héreftir í stjórn Byggðastofnunar eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðnaðarráðherra skipi stjórnina eftir sem áður, en með hliðsjón af breyttu fjármálaumhverfi og tilkomu Bankasýslu ríkisins kemur til greina að fela valnefnd Bankasýslu ríkisins að tilnefna tvo stjórnarmenn. Auk þess hefur vísað til þess að breytingin feli í sér sparnað.Óttast breytingarnar Einar gefur lítið fyrir þessi rök og segir breytingarinnar skipta litlu máli fyrir rekstur Byggðastofnunar. „Í öðru lagi er vísað til þess að búið er að gera lagabreytingu um hæfni stjórnarmanna en það breytir engu um fjölda manna í stjórn Byggðastofnunar. Þannig að ég lít svo að um mjög óeðlilegt inngrip inn í endurskoðunarvinnu á hlutverki Byggðastofnunar sé að ræða. Ég skil einfaldlega ekki hvað býr þarna undir." Einar bendir á að Byggðastofnun sé ekki bara lánastofnun heldur sé stofnunni ekki síst ætlað að hafa yfirsýn yfir byggðamál í landinu. „Það hefur verið styrkur stofnunarinnar og þeirra starfsemi sem þar fer fram að stjórnarmenn hafa haft víðtæka yfirsýn í byggðarmálum. Ég óttast að þessar breytingar muni leiða til þess að þessa yfirsýn muni skorta."Hreyfingin bjarghringur stjórnarinnar Frumvarpið var samþykkt með tveggja atkvæða mun eftir aðra umræðu í dag. Þriðja umræða fer hugsanlega fram á morgun. Stjórandstaðan og þeir þingmenn sem sögðu skilið við VG nýverið greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. „Hreyfingin dró í raun og veru ríkisstjórnina að landi og hún var bjarghringurinn sem ríkisstjórnin hékk á í þessu máli. Athyglisvert er að ákveðnir stjórnarliðar voru ekki viðstaddir," segir Einar sem segist vita að innan stjórnarflokkanna sé ekki samstaða um þessar breytingar á stjórn Byggðastofnunar. Aðalfundur Byggðastofnunnar fer fram í næstu viku. Einar segir að fróðlegt verði að sjá hverjir veljist í stjórnina á fundinum. „Þá munum við sjá betur til hvers refirnir voru skornir.“ Tengdar fréttir Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
„Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunar verði fimm í stað sjö. Um óeðlilegt inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag. Til stendur að skipa héreftir í stjórn Byggðastofnunar eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðnaðarráðherra skipi stjórnina eftir sem áður, en með hliðsjón af breyttu fjármálaumhverfi og tilkomu Bankasýslu ríkisins kemur til greina að fela valnefnd Bankasýslu ríkisins að tilnefna tvo stjórnarmenn. Auk þess hefur vísað til þess að breytingin feli í sér sparnað.Óttast breytingarnar Einar gefur lítið fyrir þessi rök og segir breytingarinnar skipta litlu máli fyrir rekstur Byggðastofnunar. „Í öðru lagi er vísað til þess að búið er að gera lagabreytingu um hæfni stjórnarmanna en það breytir engu um fjölda manna í stjórn Byggðastofnunar. Þannig að ég lít svo að um mjög óeðlilegt inngrip inn í endurskoðunarvinnu á hlutverki Byggðastofnunar sé að ræða. Ég skil einfaldlega ekki hvað býr þarna undir." Einar bendir á að Byggðastofnun sé ekki bara lánastofnun heldur sé stofnunni ekki síst ætlað að hafa yfirsýn yfir byggðamál í landinu. „Það hefur verið styrkur stofnunarinnar og þeirra starfsemi sem þar fer fram að stjórnarmenn hafa haft víðtæka yfirsýn í byggðarmálum. Ég óttast að þessar breytingar muni leiða til þess að þessa yfirsýn muni skorta."Hreyfingin bjarghringur stjórnarinnar Frumvarpið var samþykkt með tveggja atkvæða mun eftir aðra umræðu í dag. Þriðja umræða fer hugsanlega fram á morgun. Stjórandstaðan og þeir þingmenn sem sögðu skilið við VG nýverið greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. „Hreyfingin dró í raun og veru ríkisstjórnina að landi og hún var bjarghringurinn sem ríkisstjórnin hékk á í þessu máli. Athyglisvert er að ákveðnir stjórnarliðar voru ekki viðstaddir," segir Einar sem segist vita að innan stjórnarflokkanna sé ekki samstaða um þessar breytingar á stjórn Byggðastofnunar. Aðalfundur Byggðastofnunnar fer fram í næstu viku. Einar segir að fróðlegt verði að sjá hverjir veljist í stjórnina á fundinum. „Þá munum við sjá betur til hvers refirnir voru skornir.“
Tengdar fréttir Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14