Óeðlileg inngrip ráðherra 19. maí 2011 17:57 Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Róbert Reynisson „Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunar verði fimm í stað sjö. Um óeðlilegt inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag. Til stendur að skipa héreftir í stjórn Byggðastofnunar eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðnaðarráðherra skipi stjórnina eftir sem áður, en með hliðsjón af breyttu fjármálaumhverfi og tilkomu Bankasýslu ríkisins kemur til greina að fela valnefnd Bankasýslu ríkisins að tilnefna tvo stjórnarmenn. Auk þess hefur vísað til þess að breytingin feli í sér sparnað.Óttast breytingarnar Einar gefur lítið fyrir þessi rök og segir breytingarinnar skipta litlu máli fyrir rekstur Byggðastofnunar. „Í öðru lagi er vísað til þess að búið er að gera lagabreytingu um hæfni stjórnarmanna en það breytir engu um fjölda manna í stjórn Byggðastofnunar. Þannig að ég lít svo að um mjög óeðlilegt inngrip inn í endurskoðunarvinnu á hlutverki Byggðastofnunar sé að ræða. Ég skil einfaldlega ekki hvað býr þarna undir." Einar bendir á að Byggðastofnun sé ekki bara lánastofnun heldur sé stofnunni ekki síst ætlað að hafa yfirsýn yfir byggðamál í landinu. „Það hefur verið styrkur stofnunarinnar og þeirra starfsemi sem þar fer fram að stjórnarmenn hafa haft víðtæka yfirsýn í byggðarmálum. Ég óttast að þessar breytingar muni leiða til þess að þessa yfirsýn muni skorta."Hreyfingin bjarghringur stjórnarinnar Frumvarpið var samþykkt með tveggja atkvæða mun eftir aðra umræðu í dag. Þriðja umræða fer hugsanlega fram á morgun. Stjórandstaðan og þeir þingmenn sem sögðu skilið við VG nýverið greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. „Hreyfingin dró í raun og veru ríkisstjórnina að landi og hún var bjarghringurinn sem ríkisstjórnin hékk á í þessu máli. Athyglisvert er að ákveðnir stjórnarliðar voru ekki viðstaddir," segir Einar sem segist vita að innan stjórnarflokkanna sé ekki samstaða um þessar breytingar á stjórn Byggðastofnunar. Aðalfundur Byggðastofnunnar fer fram í næstu viku. Einar segir að fróðlegt verði að sjá hverjir veljist í stjórnina á fundinum. „Þá munum við sjá betur til hvers refirnir voru skornir.“ Tengdar fréttir Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
„Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunar verði fimm í stað sjö. Um óeðlilegt inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag. Til stendur að skipa héreftir í stjórn Byggðastofnunar eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðnaðarráðherra skipi stjórnina eftir sem áður, en með hliðsjón af breyttu fjármálaumhverfi og tilkomu Bankasýslu ríkisins kemur til greina að fela valnefnd Bankasýslu ríkisins að tilnefna tvo stjórnarmenn. Auk þess hefur vísað til þess að breytingin feli í sér sparnað.Óttast breytingarnar Einar gefur lítið fyrir þessi rök og segir breytingarinnar skipta litlu máli fyrir rekstur Byggðastofnunar. „Í öðru lagi er vísað til þess að búið er að gera lagabreytingu um hæfni stjórnarmanna en það breytir engu um fjölda manna í stjórn Byggðastofnunar. Þannig að ég lít svo að um mjög óeðlilegt inngrip inn í endurskoðunarvinnu á hlutverki Byggðastofnunar sé að ræða. Ég skil einfaldlega ekki hvað býr þarna undir." Einar bendir á að Byggðastofnun sé ekki bara lánastofnun heldur sé stofnunni ekki síst ætlað að hafa yfirsýn yfir byggðamál í landinu. „Það hefur verið styrkur stofnunarinnar og þeirra starfsemi sem þar fer fram að stjórnarmenn hafa haft víðtæka yfirsýn í byggðarmálum. Ég óttast að þessar breytingar muni leiða til þess að þessa yfirsýn muni skorta."Hreyfingin bjarghringur stjórnarinnar Frumvarpið var samþykkt með tveggja atkvæða mun eftir aðra umræðu í dag. Þriðja umræða fer hugsanlega fram á morgun. Stjórandstaðan og þeir þingmenn sem sögðu skilið við VG nýverið greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. „Hreyfingin dró í raun og veru ríkisstjórnina að landi og hún var bjarghringurinn sem ríkisstjórnin hékk á í þessu máli. Athyglisvert er að ákveðnir stjórnarliðar voru ekki viðstaddir," segir Einar sem segist vita að innan stjórnarflokkanna sé ekki samstaða um þessar breytingar á stjórn Byggðastofnunar. Aðalfundur Byggðastofnunnar fer fram í næstu viku. Einar segir að fróðlegt verði að sjá hverjir veljist í stjórnina á fundinum. „Þá munum við sjá betur til hvers refirnir voru skornir.“
Tengdar fréttir Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14