Erlent

Fær frelsið fyrir 115 milljónir króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dominique Strauss-Kahn verður látinn laus. Mynd/ afp.
Dominique Strauss-Kahn verður látinn laus. Mynd/ afp.
Dómstóll í New York hefur samþykkt að láta Dominique Strauss-Kahn lausan úr gæsluvarðhaldi. Hann greiðir eina milljón dollara, eða um 115 milljónir íslenskar krónur, í lausnargjald og þarf svo að leggja aðrar fimm milljónir dollara fram sem tryggingu.

Þótt Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verði látinn laus úr fangelsinu verður hann í stofufangelsi. Sky fréttastofan segir ekki alveg ljóst hvað felist í slíku stofufangelsi. Þá verður fylgst með honum með rafrænu ökklabandi þannig að hann geti ekki yfirgefið Bandaríkin.

Strauss-Kahn var handtekinn á laugardaginn. Hann er grunaður um að hafa nauðgað herbergisþernu á hóteli.

Sky segir að Strauss-Kahn verði í varðhaldi í nótt en verði svo látinn laus á morgun þegar lausnargjaldið verður greitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×