Khat-mennirnir hafa áður komið til Íslands 19. maí 2011 09:00 Lögregla sýndi efnið á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í gær. Efnið er upprunnið í norðanverðri Afríku og var í fyrstu notað til að slá á hungur, meðal annars á föstu.Fréttablaðið/valli Lögreglan lagði í byrjun vikunnar hald á sextíu kíló af fíkniefninu khat, sem var á leið úr landi til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir eru allir breskir ríkisborgarar. Einn þeirra er af sómölskum uppruna, en þar í landi er mikið ræktað af khati. Tveir mannanna eru um fertugt, einn um fimmtugt og sá fjórði hálfsextugur. Talið er að mennirnir hafi komið með efnið í ferðatöskum frá London og hafi sloppið fram hjá tollvörðum í Leifsstöð, að sögn Kára Gunnlaugssonar, yfirtollvarðar á Keflavíkurflugvelli. Tollverðir fundu hins vegar skjöl í annarri tösku sem komu þeim á sporið, og urðu til þess að efnið fannst við tollskoðun þegar átti að senda það vestur um haf. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir á gistiheimili í Reykjavík. Nánari eftirgrennslan leiddi enn fremur til þess að sending sem fór héðan til Frakklands var kyrrsett þar ytra. Í sendingunni fannst ámóta magn af efninu og hér heima. Talið er að málin tengist. Kári segir sennilegt að menn hafi nýtt Ísland sem eins konar umskipunarhöfn efnanna til að villa um fyrir yfirvöldum, þar sem síður sé leitað eftir efninu í sendingum frá Íslandi en frá Bretlandi, þar sem efnið er löglegt. Kári segir að mennirnir sem nú séu í haldi hafi komið áður til Íslands, og það fyrr í þessum mánuði. Rannsóknin beinist meðal annars að því hversu margar ferðir þeirra hingað hafi verið og hvaða tilgang þær hafi haft. Ekkert þykir benda til að Íslendingar tengist málinu. Lögregla hefur enn fremur ekki orðið vör við að efninu sé dreift og þess neytt hér á landi. Þetta er í annað sinn sem khat finnst hérlendis. Í ágúst í fyrra voru Breti og Lithái handteknir með 39 kíló af efninu í fórum sínum. stigur@frettabladid.is Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Lögreglan lagði í byrjun vikunnar hald á sextíu kíló af fíkniefninu khat, sem var á leið úr landi til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir eru allir breskir ríkisborgarar. Einn þeirra er af sómölskum uppruna, en þar í landi er mikið ræktað af khati. Tveir mannanna eru um fertugt, einn um fimmtugt og sá fjórði hálfsextugur. Talið er að mennirnir hafi komið með efnið í ferðatöskum frá London og hafi sloppið fram hjá tollvörðum í Leifsstöð, að sögn Kára Gunnlaugssonar, yfirtollvarðar á Keflavíkurflugvelli. Tollverðir fundu hins vegar skjöl í annarri tösku sem komu þeim á sporið, og urðu til þess að efnið fannst við tollskoðun þegar átti að senda það vestur um haf. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir á gistiheimili í Reykjavík. Nánari eftirgrennslan leiddi enn fremur til þess að sending sem fór héðan til Frakklands var kyrrsett þar ytra. Í sendingunni fannst ámóta magn af efninu og hér heima. Talið er að málin tengist. Kári segir sennilegt að menn hafi nýtt Ísland sem eins konar umskipunarhöfn efnanna til að villa um fyrir yfirvöldum, þar sem síður sé leitað eftir efninu í sendingum frá Íslandi en frá Bretlandi, þar sem efnið er löglegt. Kári segir að mennirnir sem nú séu í haldi hafi komið áður til Íslands, og það fyrr í þessum mánuði. Rannsóknin beinist meðal annars að því hversu margar ferðir þeirra hingað hafi verið og hvaða tilgang þær hafi haft. Ekkert þykir benda til að Íslendingar tengist málinu. Lögregla hefur enn fremur ekki orðið vör við að efninu sé dreift og þess neytt hér á landi. Þetta er í annað sinn sem khat finnst hérlendis. Í ágúst í fyrra voru Breti og Lithái handteknir með 39 kíló af efninu í fórum sínum. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira