Djokovic framlengdi 75 ára bið Breta eftir stórmótstitli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2011 11:25 Murray fagnar í dag. Nordic Photos / Getty Images Andy Murray mistókst að vinna fyrsta stórmótstitil Breta í einliðaleik karla í tennis í 75 ár þegar hann tapaði fyrir Novak Djokovic frá Serbíu í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun. Fred Perry var síðasti Bretinn til að vinna stórmótstitil í tennis og gerði hann árið 1936. Djokovic sýndi í dag að hann stendur Murray einfaldlega framar og vann í þremur settum, 6-4, 6-2 og 6-3. Serbinn sýndi fádæma yfirburði á mótinu og tapaði aðeins einu setti allt mótið. Síðustu þrjár viðureignirnar sínar (gegn Tomas Berdych, Roger Federer og Murray) vann hann samtals 9-0. Þótt ótrúlega megi virðast var þetta fyrsta viðureign þeirra Djokovic og Murray á stórmóti. Þeir voru lengi í 3. og 4. sæti heimslistans og miðað við hefðbundna niðurröðun á stórmótum eiga þeir í raun aðeins möguleika á að mætast í sjálfri úrslitaviðureigninni. Þar sem að Rafael Nadal og Federer hafa einokað flesta úrslitaleiki stórmóta síðustu ár hafa þeir ekki fengið tækifæri til þess áður. Þetta var þó áttunda viðureign þeirra í öllum mótum síðan báðir gerðust atvinnumenn. Djokovic vann fyrstu fjórar en Murray síðustu þrjár. Þeir eru þó góðir vinir og æfa oft saman. Þeir eru jafnaldrar og þekkjast vel frá því að þeir kepptu saman á unglingamótaröðum.Andy Murray átti erfitt með að hemja skapið í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesÞað var gríðarlega hart barist í fyrsta settinu enda vildu báðir byrja vel. Djokovic var nálægt því að komast 2-0 yfir en Murray náði að halda uppgjöfinni og halda jöfnu þar til að staðan var orðin 4-4. Þá sýndi Djokovic styrkleika sinn og kláraði næstu tvær lotur af mikilli yfirvegun. Murray var hins vegar orðinn mjög pirraður og lét mótlætið fara í taugarnar á sér. Í öðru setti tókst Djokovic að komast í 2-0 og það setti Murray algerlega út af laginu. Sá serbneski komst í 5-0 og þó svo að Murray hafi forðað sér frá niðurlægingu með því að vinna tvær lotur náði Djokovic að klára sitt og vinna settið, 6-2. Murray barðist sannarlega fyrir sínu í þriðja settinu. Hann vann fyrstu lotuna þó svo að Djokovic átti uppgjöf en Serbinn svaraði með því að vinna þrjár næstu lotur á móti. Murray gafst þó ekki upp og náði að jafna í 3-3. En þá setti Djokovic einfaldlega í næsta gír og kláraði leikinn með frábærri spilamennsku. Djokovic kláraði settið, 6-3, og vann þar með sinn annan stórmótstitil á ferlinum. Skotinn Murray náði sér sjaldan á strik í leiknum og var afar pirraður lengst af. Hann blótaði mikið, skammaði sjálfan sig og agnúaðist út í dómarann. Allt þetta skilaði honum litlum árangri í dag. Bretarnir þurfa því að bíða enn um sinn. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sjá meira
Andy Murray mistókst að vinna fyrsta stórmótstitil Breta í einliðaleik karla í tennis í 75 ár þegar hann tapaði fyrir Novak Djokovic frá Serbíu í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun. Fred Perry var síðasti Bretinn til að vinna stórmótstitil í tennis og gerði hann árið 1936. Djokovic sýndi í dag að hann stendur Murray einfaldlega framar og vann í þremur settum, 6-4, 6-2 og 6-3. Serbinn sýndi fádæma yfirburði á mótinu og tapaði aðeins einu setti allt mótið. Síðustu þrjár viðureignirnar sínar (gegn Tomas Berdych, Roger Federer og Murray) vann hann samtals 9-0. Þótt ótrúlega megi virðast var þetta fyrsta viðureign þeirra Djokovic og Murray á stórmóti. Þeir voru lengi í 3. og 4. sæti heimslistans og miðað við hefðbundna niðurröðun á stórmótum eiga þeir í raun aðeins möguleika á að mætast í sjálfri úrslitaviðureigninni. Þar sem að Rafael Nadal og Federer hafa einokað flesta úrslitaleiki stórmóta síðustu ár hafa þeir ekki fengið tækifæri til þess áður. Þetta var þó áttunda viðureign þeirra í öllum mótum síðan báðir gerðust atvinnumenn. Djokovic vann fyrstu fjórar en Murray síðustu þrjár. Þeir eru þó góðir vinir og æfa oft saman. Þeir eru jafnaldrar og þekkjast vel frá því að þeir kepptu saman á unglingamótaröðum.Andy Murray átti erfitt með að hemja skapið í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesÞað var gríðarlega hart barist í fyrsta settinu enda vildu báðir byrja vel. Djokovic var nálægt því að komast 2-0 yfir en Murray náði að halda uppgjöfinni og halda jöfnu þar til að staðan var orðin 4-4. Þá sýndi Djokovic styrkleika sinn og kláraði næstu tvær lotur af mikilli yfirvegun. Murray var hins vegar orðinn mjög pirraður og lét mótlætið fara í taugarnar á sér. Í öðru setti tókst Djokovic að komast í 2-0 og það setti Murray algerlega út af laginu. Sá serbneski komst í 5-0 og þó svo að Murray hafi forðað sér frá niðurlægingu með því að vinna tvær lotur náði Djokovic að klára sitt og vinna settið, 6-2. Murray barðist sannarlega fyrir sínu í þriðja settinu. Hann vann fyrstu lotuna þó svo að Djokovic átti uppgjöf en Serbinn svaraði með því að vinna þrjár næstu lotur á móti. Murray gafst þó ekki upp og náði að jafna í 3-3. En þá setti Djokovic einfaldlega í næsta gír og kláraði leikinn með frábærri spilamennsku. Djokovic kláraði settið, 6-3, og vann þar með sinn annan stórmótstitil á ferlinum. Skotinn Murray náði sér sjaldan á strik í leiknum og var afar pirraður lengst af. Hann blótaði mikið, skammaði sjálfan sig og agnúaðist út í dómarann. Allt þetta skilaði honum litlum árangri í dag. Bretarnir þurfa því að bíða enn um sinn.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sjá meira