Erlent

Gemsar hugsanlegir krabbameinsvaldar

Mynd/AFP
Ný rannsókn bendir til þess að geislar frá farsímum geti valdið krabbameini í heila. Um er að ræða rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, framkvæmdi. Fjallað er um rannsóknina á vef breska ríkisútvarpsins.

Þar segir að vísindamenn WHO geti aftur á móti ekki fullyrt að um beint orsakasamhengi sé milli heilakrabbameins og farasímanotkunar, en vísbendingar bendi þó til þess. Þetta stangast á við aðrar sambærilegar rannsóknar en t.a.m. leiddi umfangsmikil dönsk rannsókn sem framkvæmd var fyrir nokkrum árum í ljós að ekkert benti til þess að farsímanotkun hefði í för með sér aukna hættu á heilaæxli eða öðru krabbameini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×