Erlent

Féllu fram af tíundu hæð

Atlanta
Atlanta Mynd úr safni
Ein kona lést og önnur slasaðist þegar þær féllu fram af tíundu hæð á hóteli í Atlanta í Bandaríkjunum í fyrrinótt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í borginni fóru konurnar í afmælisveislu á föstudagskvöldið. Eftir veisluna hafi þær farið upp á hótel og farið þar í gannislag. Hann endaði því miður ekki vel, því konurnar virðast hafa dottið á rúðu í stofu hótelherbergisins og fallið til jarðar.

Önnur konan lést samstundis en hin var flutt á sjúkrahús. Ástand hennar er sagt stöðugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×