Erlent

Konur á níræðisaldri fældu ræningja í burtu

Melbourne, myndin tengist fréttinni ekki beint.
Melbourne, myndin tengist fréttinni ekki beint.
Áttatíu og níu ára gömul kona frá Melbourne í Ástralíu ætlaði sko ekki að láta ræningjann sem ætlaði að ræna töskunni hennar komast upp með ránið. Hún lét finna fyrir sér. "Ég hefði drepið hann ef ég hefði getað það," segir hún.



Konan, sem er kölluð Jean í fjölmiðlum, var að spjalla við tvær vinkonur sínar í bílastæðahúsi á fimmtudaginn. Skyndilega birtist maður sem tók vinkonu hennar hálstaki og hélt hníf um hálsinn á henni. Hann krafðist þess að hún myndi láta hann fá handtöskuna sína. Hún ætlaði sko ekki að láta hann komast upp með það.



"Ég hélt hann væri að fara drepa hana og ég ætlaði ekki að láta hann gera það, svo ég sló hann bara í andlitið með töskunni," segir Jean. "Ég hefði drepið hann ef ég hefði getað það."



Vinkona hennar reyndi að sparka í nárann á þjófinum um leið og Jean sló hann. "Hann sagði bara: Láttu mig fá töskuna þína, láttu mig hafa töskuna þína og ég sagði: Nei ekki séns."



Maðurinn flúði af vettvangi eftir að ökumaður sem átti leið hjá stoppaði bílinn sinn. Þriðja vinkonan, sem horfði á öll þessi ósköp gerast, tók eftir því að ræninginn settist upp í bíl og keyrði í burtu. Og að sjálfsögðu tók hún bílnúmerið niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×